Maður verður náttúrulega nett klikkaður af því að eignast barn. Ekki að ég hafi verið eitthvað sérstaklega normal fyrir, en þið vitið. Núna er mánuður í að Klaran verði eins árs og því löngu kominn tími á að undirbúa afmælisveisluna, ekki satt?
Ykkur finnst þetta kannski svolítið snemmt, það getur svo sem vel verið að það sé eitthvað til í því. En ég er nú samt sem áður löngu byrjuð að skipuleggja og finnst ég samt vera að renna út á tíma. Ég meina, barnið verður bara einu sinni 1 árs, it has to be perfect!
Ok, róa sig Kristín, hún mun ekki einu sinni muna eftir þessu - en myndir segja meira en þúsund orð svo það er eins gott að standa sig!
Nei ok, ég ætla nú að reyna að hemja mig. En það sem mikilvægast er er að mér finnst þetta mjög gaman, ég ætla því að reyna að einblína á það, að hafa gaman að þessu í stað þess að lenda í einhverju mega stressi og fríka út því ég gleymdi að kaupa eitthvað skraut eða baka eina sort.
Ég er eiginlega mjög fegin að það fylgi ekki dagsetning með þegar maður býr til nýtt "board" í Pinterest, því það er svo hættulega langt síðan ég bjó til "afmælis-board" þar inni. Ég hef svo við og við dottið á smá rúnt og "pinnað" það sem heillar. Ég er allavega komin með þema - sem er mjög auðvelt að átta sig á hvað er ef "pinnin" mín eru skoðuð.
Ég ætla að skreyta afmæliskökuna sjálf, en ætla þó að breyta út af vana okkar pabba í þeim málum og gera prufu núna um helgina. Já, við pabbi erum miklir smjörkremskökugerðamenn og höfum verið síðan ég var smástelpa. Pabbi skreytti alltaf afmæliskökurnar okkar og kenndi mér svo um leið og ég gat haldið á sprautunni. Þetta var sko hérna back in the day þegar litirnir fengust ekki einu sinni á landinu og því þurfti hann að fá sérsendingar frá Aaaameríkunni, góðir tímar. En ég hlakka mikið til að prófa kökugerðina um helgina, það verður að leggja smá metnað í hlutina, ekki satt?
Læt fylgja nokkur vel valin "pin" úr "afmælis-boardinu"
ást Kristín









Engin ummæli:
Skrifa ummæli