Það er svo gaman að gera góð kaup. Ég er nú ekki mikill shopaholic og get verið leiðinlega nísk á föt. Enda elska ég H&M, fataskápurinn minn er örugglega svona 70-80% H&M, án gríns. Ég fell næstum í yfirlið þegar ég sé einhvern mega basic bol á yfir tíu þúsund krónur og ég tala nú ekki um buxur á þrjátíu þúsund. Get ekki hugsað mér að eyða svona upphæð í flík. En engar áhyggjur, mér tekst alveg að eyða peningunum mínum samt, bara í eitthvað allt annað og ekkert endilega gáfulegra.
En aftur að góðum kaupum þá datt ég fyrir algjöra slysni inn í búðina Tvö Líf fyrir helgi. Var að fara með nýja bílinn okkar í þrif hjá Splass og þurfti að eyða smá tíma þar til ég fengi far heim. Ég labbaði því bara yfir í Tvö Líf sem er nokkrum metrum frá. Tvö líf er sem sagt fataverslun sem selur föt fyrir barnshafandi konur og konur með barn á brjósti. Ég hef komið þar einu sinni áður. Sigga vinkona sendi mig þangað í bh og leggings leiðangur sem endaði með dásamlegum en dýrum kaupum. Hef varla farið úr því sem ég keypti - ok, alveg róleg, ég þvæ það nú alveg stundum sko!
En fötin í Tvö Líf eru svo miklar gæðaflíkur, allt svo mjúkt og þægilegt. En gallinn er að hún er frekar dýr og því ekki á allra færi að fá kaupæði þar inni... eða hvað? Undirritaðri tókst að fá smá kaupæði í þessari ferð en það var líka af því að það var 70% afsláttur og næstsíðasti dagur útsölunnar, hversu mikil snilld er það?
Það sem gerir þetta að enn meiri snilld er sú að ég hafði ekki hugmynd um að það væri útsala, þá verður útsalan einhvern veginn svo miklu meira spennandi og kaupin enn betri í huga manns, kannist þið við þetta?
Ég æddi alveg um eins og stormsveipur og var stuttu seinna mætt í mátunarklefann með hálfa búðina á bakinu, eða svona næstum. Innan við hálftíma síðar var ég komin á kassann með fimm flíkur sem ég fékk allar á upphaflegu verði einnar þeirra.... hversu klikkað? og það sem gerir þetta allt saman enn betra er að ég átti inneignarnótu fyrir helmingnum. Hamingjudagur hjá Kristínu.
| Nýju fínu fötin mín - að sjálfsögðu litrík! |
Ég tel mig hafa verið nokkuð praktíska í kaupum, keypti tvo óléttuboli til að nota við fínu óléttugallabuxurnar mínar frá H&M (of course) og svo tvo gjafakjóla frá merkinu Boob sem munu án efa koma sér vel í vetur. Einnig læddust með óléttuundirföt - talandi um sexy underwear...! Já eða kannski bara ekker svo sexy.
Allt þetta á 16þ kr. - sem er sem sagt upphaflegt verð bleika kjólsins lengst til hægri, snilld!
Ég gat ekki annað en farið glöð inn í helgina, nýbúin að versla gæðafatnað sem er allur úr svo sturlað góðu efni, þægilegur og það á spottprís.
Mæli hiklaust með

Holtasmára 1, Kópavogi
Eru líka með vefverslun
Ást Kristín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli