Ég er svo sannarlega engin útilegupía, o nei, tjöld eru so not my thing.
Það hefur því alltaf verið mér stór ráðgáta hvað það er sem heillar fólk við að gista blindfullt í grenjandi rigningu heila helgi. En hey, við getum ekki öll verið eins. Ég fæ samt oft á tilfinninguna að ég sé í kringum sextugt þegar kemur að Verslunarmannahelginni, vil bara chilla með mínum nánustu. Mesta lagi sötra smá rauðvín. og búið, punktur.
Ég fór því engar ótroðnar slóðir þessa Verslunarmannahelgi, ég skellti mér upp í sumarbústað með yndislegu familíunni minni. Ótrúlegt hvað svona helgi getur verið endurnærandi og yndisleg. Þessi helgi var samt aðeins öðruvísi en oft áður, þar sem í fyrsta sinn næstum ever vorum við öll "kjarnafjölskyldan" saman í bústaðnum. Sem sagt mamma og pabbi, við systkinin, "öll" barnabörnin tvö og 1/2 og helmingurinn af tengdabörnunum ;)
 |
| Erum þau ekki falleg, öll sem eitt? |
Kjartan ákvað að vera alvöru gaur og skella sér vestur á Ísafirði til að keppa í Mýrarbolta með vinum sínum. Helgin hans einkenndist því af mikilli drullu, bjór, litlum svefni í tjaldi, sól og Sölva Tryggva sem laumaði sér í liðið þeirra.
 |
Sjúklega harða Mýrarboltaliðið ,,Left 4 Dead" fyrir drullu (Mynd fengin að láni frá Ólafi Páli Geirssyni) |
 |
... og hér eru þau svo eftir drullu - áfram Mýrarbolti (Mynd fengin að láni frá Ólafi Páli Geirssyni) |
En aftur að sumó-kósý helginni minni sem er sko miklu betra efni í blogg en einhver Mýrarbolti ;)
Sem sagt við fjölskyldan nutum þess að vera öll saman komin í Glaðhaimum í um sólarhring. Nína Magnea, mesta krútt, er auðvitað alltaf aðastjarnan, nýfarin að labba og fer út um allt eins og jarðýta. Sjáiði bara þetta krútt:
 |
| Nývöknuð í sveitinni |
 |
| Selfie frænkur |
 |
| Mæðgur að kíkja inn um gluggann |
 |
| Amma gaf henni kleinu |
 |
| Nína Magnea í tjaldi |
 |
| hopp, hopp á hesti með stóru systur |
Sumarbústaðahverfið okkar er svo kúl að það heldur hresst sameiginlegt grill og er með brennu á hverju ári um Verslunarmannahelgi. Kjötinu var því skellt í marineringu um leið og Reynir, Elma Lísa og Nína Magnea voru lögð af stað í bæinn. Við sem eftir vorum klæddum okkur því í Versló-útilegu-outfiittð og röltum í grill og brennu (ok, ekki halda að ég sé að svíkjast um að vera ekki Þjóðhátíðarpía - við erum að tala um svona max 20-30 manns vúhú ;)) Það var sjúkt veður, Anton brilleraði á grillinu og við fjölskyldan hlógum mikið, sjáiði bara:
 |
| Frænkur í brennu-gír |
 |
| Grillarinn í pásu |
 |
| Foreldrar mínir eru krútt (verst að það fylgi ekki hljóð!) |
 |
| Gengið til brennu - allir hressir |
 |
| Þessar tvær eru í uppáhaldi |
 |
| Panorama-brenna |
 |
| Ísland býður oft upp á svo mikla fegurð! |
 |
| Una Margrét fann hesta :) |
All in all - fáránlega kósý Verslunarmannahelgi með fólkinu mínu. Alveg eins og þessi sextuga vill hafa það.
Vona að ykkar helgi hafi líka verið góð hvort sem það var heima, í sumó eða í tjaldi :)
Ást Kristín
Vá hvað ég heyrði hláturinn hennar mömmu þinnar á þessari mynd af gamla settinu :) En ég þarf klárlega að kíkja í Glaðheima við tækifæri, fullt búið að breytast síðan ég kom seinast, ehem fyrir kannski 12 árum :(
SvaraEyðaGunna Tunna
By the way, er ég sú eina sem kommenta hér....djöfull áttu leiðinlega vini (klárlega fyrir utan mig sem er fullkomin, right!!!)
EyðaThe Gröndal
Ég skal kommenta líka - bara svona svo þú haldir ekki að þú sért að skrifa þetta í skýin ;)
SvaraEyðaFrábær helgi hjá ykkur. Bestu kveðjur á familíuna :)
Hahaha... takk elskan :) skila kveðjunni og verð í bandi um helgina til að finna tíma fyrir kaffihús <3
Eyða