Það hefur alveg einhver slatti drifið á daga mína síðan bloggið var á lífi síðast. Ekki nóg með að hafa klárað fyrra árið í mastersnáminu, ferðast bæði innan lands og utan og fleira þá gekk ég í gegnum þá mögnuðu lífsreynslu að eignast barn.
![]() |
| Já, ég bjó þessa dásemd til, með smá hjálpi frá mínum heittelskaða - hversu magnað? |
Það er kannski ágætt, svona ykkar vegna, að það séu nú liðnir rúmlega 8 1/2 mánuður síðan. Sem þýðir að fæðingin er mér ekki enn efst í huga, ó blessuð fæðingin. Ef ég hefði skrifað þessa færslu viku eftir fæðingu, jafnvel mánuði, þá hefði ég alveg pottþétt ekki verið eins jákvæð og ég er núna. Ég get allavega fullyrt að ég var sko ekki neitt svakalega viss um að ég væri til í að gera þetta aftur. En núna er ég alveg "back on track" með "þriggja-barna-planið" mitt, og í raun búin að vera í nokkurn tíma. Já, kannski best að koma því strax út að ég er ekki ólétt, svona svo þið farið ekki að reyna að leggja saman tvo og tvo og fá út fimm.
Þið megið samt ekki misskilja mig, fæðing er mögnuð og það er mjög hollt fyrir mann að tjá sig um fæðinguna og jafnvel skrifa hana niður. Þá áttar maður sig einhvern veginn betur á hvað gerðist, hvernig það gerðist og afhverju. Ég gerði þau mistök að skrifa mína niður þegar dóttir mín var næstum orðin 3 mánaða. Mikil mistök. Því sagan er að mestu bara krúttleg og falleg saga um það þegar undrið mitt leit dagsins ljós. Ég hefði sem sagt átt að skrifa hana aðeins fyrr, á meðan alvöru sagan var enn í kollinum. Minn heittelskaði er ekki alveg tilbúinn í að samþykkja söguna eins og ég skrifaði hana. Við höfum sem sagt komist að því að pabbarnir gleyma þessu töluvert hægar en mæðurnar, sem er kannski bara ágætt.
Í stuttu máli samt þá kom hún elsku Klara mín í heiminn 8. nóv. 2014 kl. 11:09, ég var þá gengin 40 vikur og 4 daga. Það liðu ekki nema 10 klst. frá fyrstu verkjum í að hún var komin í heiminn, sem telst víst bara nokkuð gott.
Það tók okkur foreldrana smá tíma að læra á nýju hlutverkin okkar og að stilla strengi okkar saman við hennar. Tilfinningarnar eru svo sterkar og þær hoppa fram og tilbaka á hraða ljóssins á þessum fyrstu vikum. Þetta var alveg ótrúlegur tími sem ég vil hálft í hvoru ekki hugsa um en geri nú samt oftast með bros á vör. Á þeim tíma fannst manni tíminn bæði fljótur og lengi að líða. Hann var lengi að líða þegar einhverjir erfiðleikar voru til staðar eða miklar áhyggjur að buga mann, en fljótur að líða þegar hlutirnir gengu vel.
Ég man að ég var alveg furðulostin á hvað bróðir minn og konan hans mundu lítið um tímasetningar varðandi hitt og þetta hjá dóttur þeirra, sem þá var ekki nema 1 1/2 árs. Hvernig gátu þau ekki munað hvenær brjóstagjöfin var komin í gott horf, hvenær hún fór að sofa vel á nóttinni, hvenær hún byrjaði að halda höfði o.s.frv? En í dag er Klara mín ekki nema 8 1/2 mánaða og ég get ekki fyrir mitt litla líf munað þessar tímasetningar. Eina sem ég hef áttað mig á er að þessir erfiðleikar stóðu bara yfir í nokkra daga eða vikur, en ekki heila eilífð eins og mér fannst þá. Og eftir á að hyggja hugsar maður, hverju skipta nokkrar vikur, eða kannski nokkrir mánuðir? Í raun engu, þetta er svo lítill hluti af öllu lífinu. Ég get allavega fullyrt að ég sé ekki eftir einni mínútu af síðustu mánuðum, hvorki þeim erfiðu né auðveldu. Þó ég hafi kannski ekki skilið það í desember sl. þá skil ég það vel núna hvernig fólki getur dottið í hug að endurtaka leikinn.
Bottom line: Mitt ráð til nýbakaðra foreldrar (og þeirra sem eiga kannski einhvern tímann eftir að verða það) sem eru kannski svolítið lost í þessu öllu (sem btw er mjög eðlilegt) er einmitt ráðið sem kom oftast upp þegar ég gúgglaði hitt og þetta fyrstu vikurnar og fór alltaf jafn mikið í taugarnar á mér: It will pass, ég lofa!
![]() |
ást Kristín


Ó elsku Klaran okkar :) Það sem þetta barn er elskað <3
SvaraEyða