þriðjudagur, 28. júlí 2015

Morgunmatur sem bætir og kætir

Það er einhvern svo miklu skemmtilegra að útbúa morgunmat þegar maður á ferska og góða ávexti, tala nú ekki um þegar maður á fersk ber. Ég átti einmitt þannig morgun í gær. Ísskápurinn fullur af ferskum berjum eftir grillgleði helgarinnar.

Ég skellti því í einn gómsætan chia-graut. Ég er mikill chia-fan, borða það oftast í einhverju formi á hverjum morgni og þá oftast í formi grauts. Ekki samt fara að halda að það þýði að ég sé einhver healthy-chick. Það er ég alls ekki. Ég er svona týpan sem byrja hvern dag svaka vel, með næringaríkum og hollum morgunverði. Svo kemur hádegisverður sem er svona semí hollur. Eftir hann finn ég smá súkkulaði. Þið getið reiknað út restina.

En nóg um það. Í dag erum við í hollustugír og aðalatriðið er chia-grauturinn með öllu gúmmelaðinu.

Mæli með þessum 


Innihald:
Chia fræ
Möndlumjólk
Vanilluduft
- blanda þessu saman og skelli í ísskápinn í minnst 10 mín (best að geyma yfir nótt) - 
Jarðaber
Bláber
Epli
Nokkrar rúsínur
Kókosmjöl
Smá Agave sýróp


Bon appetit!

ást Kristín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli