laugardagur, 25. júlí 2015

...ég er á lífi

10 mánuðum síðar, er þá ekki tilvalið að "pick it up where we left off"?

Merkilegt, fyrsta færsla bloggsins var 22. júlí 2014, sem sagt fyrir næstum því akkúrat ári síðan. Ætli júlímánuður sé tíminn sem ég upplifi þörf til að koma hugsunum mínum frá mér? Nei, ætli það sé ekki einhver önnur útskýring.

Jafnvel sú að í júlí finnst mér ég hafa lausa stund til þess. Ég er nefnilega mjög dugleg í því að ætla að klára allt annað áður en ég geri eitthvað skemmtilegt eða sem mig langar til. Verð að klára að þurrka af, taka til, þvo, vaska upp, taka til í skápunum, þrífa grillið, þvo bílinn, versla í matinn, flokka skó, þrífa eldavélina, o.s.frv., o.s.frv. áður en ég get "leyft" mér að gera eitthvað afslappað, t.d. horfa á sjónvarpið, lesa bók, fara út í göngutúr, heimsækja fólk eða bara simple hlut eins og að blogga. Núna kannski haldið þið (þ.e. þið sem þekki mig ekki vel því mínir nánustu vita alveg sannleikann) að ég sé týpan sem er alltaf með allt á hreinu, allt hreint, flokkað, þvegið og skipulagt. Nei elsku vinur, far from it! Það er nefnilega einn stór galli á gjöf Njarðar, ég þjáist af gígantískri leti.

Þetta er sem sagt frekar vonlaus barátta sem ég hái daglega við sjálfa mig, ég nenni ekki að gera hlutina sem mér finnst ég verða að gera áður en ég get leyft mér að gera eitthvað skemmtilegt. Er þetta eðlilegt? Held ekki. Hljómar allavega fáránlega steikt en svona er maður, kolruglaður. Ég vona innilega að ég sé ekki ein um að vera svona klikkuð, anybody?

Ég er sem betur fer svo lánsöm með maka sem vinnur hart að því að lækna mig af þessari geðveiki, með því að innleiða meiri "YOLO"-hugsjón í líf mitt. Hljómar kannski hallærislegt en ég er ekki frá því að ég sé alltaf aðeins að skána. Ég vona það allavega. Það þýðir ekki að vera alltaf að hafa áhyggjur af því að allt líti perfect út eða vera með stanslaust samviskubit yfir að vera ekki búin að gera hitt og þetta, stundum verður maður bara að segja YOLO og gera eitthvað skemmtilegt, annars er lífið bara boring, ekki satt?

Það er líka hægt og rólega að síast inn hjá mér að letin minnkar ef ég passa að gera eitthvað skemmtilegt líka með. Æj, þið vitið, maður gerir eitthvað gaman og kemur svo heim og er þá kannski bara dottin í "taka-til-í-geymslunni-gír" og drífur bara í því. Hversu frábært? Mjög.

Vó, fyrsta færslan í næstum ár og ég er bara strax dottin í djúpa pakkann. Sorry með mig kids. Hef þetta ekki lengra í bili. Ætla ekki að lofa neinu um framhaldið, best að vera ekki að lofa einhverju sem maður er ekki viss um að geta staðið við. Ok, ætla samt að lofa einu. Ég verð ekki alltaf svona djúp. Er sko almennt bara hress.

Alveg svona hress (og nei, ég er ekki nakin á myndinni þó það lúkki næstum þannig)

ást Kristín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli