laugardagur, 29. ágúst 2015

Alvaran tekin við

Fallegur laugardagur, best að láta hann innihalda eins og eina bloggfærslu. 
Ég er allavega sest með kaffibollann minn, búin að opna tölvuna og með nýja lagið hans Justin Biebers í gangi á Spotify, sem ég er btw búin að bíða eftir lengi lengi, enda drengurinn búinn að vera með count down í marga marga daga. U já, best að koma því bara á hreint strax, ég er mikill Belieber (= one who is an obsessive fan of justin bieber (skv. Urban Dictionary)). Ok, ég segi kannski ekki að ég sé ein af þessum sem eru með JB veggfóður og dreymi hann á hverri nóttu en ég get ekki lofað því að gráta ekki ef ég hitti hann einn daginn. Let's just leave it at that. Áfram JB!

En já, alvaran er tekin við, elsku rútínan og það allt. Já, ég segi elsku rútínan. Það gerir eitthvað fyrir litla OCD barnið í mér að hafa allt í röð og reglu, ekki bara í hillum og skápum heldur líka í dagskrá vikunnar. OCD barnið er samt mjög lítið og hefur ekki enn tekist að fylla of mikinn hluta af lífi mínu, sem betur fer held ég. 

En rútínan þennan veturinn felst í vinnu, skóla og leikskóla hjá fjölskyldunni í Traðarbúð. Ástmaðurinn mætir til forritunarvinnu líkt og áður. Klaran stendur sig eins og hetja á leikskólanum og er alltaf svaka hress þegar við sækjum hana. Henni tókst reyndar að næla sér í fyrstu flensuna fjórum dögum eftir að hún byrjaði, jeijj, en það er bara partur af programmet. Ég var nú reyndar stödd í elsku Köben þá svo pabbinn fékk að sjá um þetta. Mother of the year!

Ég er sem sagt loksins byrjuð á lokaárinu mínu í kennaranáminu, vúhú. Ef allt gengur upp verð ég orðin kennari næsta haust. Næsta haust krakkar! Ég trúi þessu ekki, þetta fer bara alveg að gerast og ég fæ loksins að gera það sem mér finnst svo langskemmtilegast í lífinu, að kenna. Ég er svo innilega fegin og ánægð hvað ég er enn spennt fyrir starfinu, þrátt fyrir slatta af mótlæti í gegnum árin. Ég hef því miður fylgst með svo mörgum samnemendum mínum missa áhugann og breyta stefnunni og ég skil þá vel, námið er langt, launin heldur slöpp og það hafa ALLIR skoðun á kennarastarfinu, líka þeir sem þekkja það lítið sem ekkert. 


Ég held hreinlega að ég hafi aldrei verið eins spennt fyrir skólanum eins og einmitt núna. Það skemmir ekki að vera byrjuð í 3 mánaða vettvangsnámi í Hagaskóla þar sem móttökurnar hafa verið frábærar. Ég hef aldrei áður lent í því að setjast hjá kennurum á kennarastofunni á fyrsta degi og hlustað á þá lofsyngja kennarastarfið í hástert eins og þarna. Það er nefnilega þannig að þessi undirliggjandi neikvæðni á kennarastarfinu hefur smitast inn í kennarastéttina sjálfa og kennarar því gjarnir á að tala niður til starfsins síns og ég hef jafnvel lent í því að vera kvött til að hætta við, og það af kennara á kennarastofu. Þetta var því frábær tilbreyting að tala við kennara sem elska starfið sitt og vilja ekkert annað gera en að kenna. Enda er það svo ótrúlega skemmtilegt.

Það má því segja að ég sé í essinu mínu þessa dagana. Ekki nóg með að fá að deila visku minni (uuu já, ég bý yfir mikilli visku sko, sérstaklega í dönsku sko) með unglingum Vesturbæjar heldur fæ ég líka að gera þessa litlu hluti sem eru bara svo skemmtilegir eins og að ganga um gangana á inniskóm með kaffibolla í annarri og lyklakippu í hinni, ég fæ að sitja á kennarastofunni og spjalla við skemmtilegt fólk, ég fæ að sitja innihaldsríka kennarafundi, ég fæ að biðja nemendur að setja símana niður og ég fæ að heyra hvað þeir gerðu í sumar. Það besta við þetta allt er að ég fæ að kynnast nemendum, styrkleikum þeirra og veikleikum og ég fæ tækifæri til að hafa áhrif á þá, hvað er hægt að biðja um meira?


Svona verð ég á næsta ári - alltaf með rautt epli og prik. Ok, ég ætla samt að halda mig sem lengst frá stærðfræðikennslunni, held það sé hollast bæði fyrir mig og nemendurna.

Úff, er hægt að vera eitthvað mikið meira "peppuð" fyrir draumastarfinu sínu?
Bara ár enn og ég verð "one of them and proud of it", jibbí!

Áfram Hagaskóli
Áfram kennarar
Áfram ég
Vúhú

kennaraást Kristín



miðvikudagur, 12. ágúst 2015

Elsku Köben



Ekki nóg með að búið sé að reyna aðeins á mömmuhjartað í vikunni með leikskólaaðlöguninni þá verður það næstum því rifið úr í fyrramálið. Mamman ætlar nefnilega að skella sér í húsmæðraorlof til Kaupmannahafnar yfir helgina. En eins erfitt og það verður að fara frá elsku Klörunni (sem fékk btw extra mikil knús og kossa fyrir svefninn í kvöld) þá hefur mamman bara gott af þessu, heldur hún, og hlakkar mikið til.

Ég og Köben eigum í heitu ástarsambandi, svo mikil er ást mín á þessari yndislegu borg. Hún er falleg, fjölbreytt, örugg, skemmtileg, með góðan mat afslappað umhverfi og síðast en ekki síst þá talar fólkið þar dönsku, hvað er hægt að biðja um meira krakkar? Og já, þið lásuð rétt og ég lýg engu þegar ég titla dönskuna rúsínuna í pylsuendanum. Ó elsku danskan mín. Það sem ég hlakka til að fá að tala þig á morgun. Líkt og komið hefur fram hér áður þá er ég nett klikk. Eini gallinn er að ég kem til með að eyða mesta tímanum með Íslendingum (reyndar yndislegum Íslendingum sem ég hlakka mikið til að hitta). En það þýðir að ég næ ekki að svala dönsku-þörf minni fullkomlega. Þetta er svona eiginlega pínku fíkn. Sem ég er kannski ekkert að lækna með því að vera í háskólanámi að læra að verða dönskukennari, eða hvað? En ég meina, það getur ekki verið nema kostur fyrir framtíðar nemendur mína að fá dönskukennara sem:
1. Kann dönsku
2. Elskar dönsku mikið mikið,
eða hvað?

Vona að vinkonur mínar afsaki mig þegar ég fer að tala um lífið og veginn við búðarmenn og fólk í lestinni.

En aftur að Köben. 
Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef komið til Kaupmannahafnar. Fyrir það fyrsta var Danmörk eina landið sem við fjölskyldan ferðuðumst til þar til ég varð svona 17 ára. Pabbi tók aldrei annað í mál en að fara til elsku DK - þar sem hann þekkti sig og kunni tungumálið, sjáiði til. Ha, erum við eitthvað lík? nei, alls ekki.

Einhverja hluta vegna fékk ég ekki nóg af Danmörku og hef nú búið þar í tvígang og farið oft oft oft í helgarferðir til Köben. Ég er alltaf jafn spennt.

Þetta er sem sagt húsmæðraorlof. Ástmaðurinn er að senda mig í frí, þið vitið, þreytta mamman and all that. Við erum tvær sem förum að heimsækja þá þriðju. Við erum að tala um æsku-æskuvinkonuhópinn. We go way back, þið skiljið. Helgin mun því (reikna ég með) einkennast af miklu spjalli um lífið og tilveruna (ég mun tjá mig of mikið um Klöruna og allt sem henni viðkemur, sorry fyrirfram stelpur!), góðum drykkjum, búðum, sól, bæjarrölti og knúsum. Ég get ekki beðið um meira. Við erum samt lítið búnar að plana, ætlum svolítið bara að take it as it comes. 

Það er samt þrennt sem ég verð að fá (já það er allt matartengt, hvað annað):

1. Kaupa te í A. C. Perch's Thehandel - www.perchs.dk



Dönskukennarinn minn var búin að nefna þessa búð við mig nokkrum sinnum, hann ferðast alltaf með heilu sekkina af tei heim. Ég kíkti svo loks síðast þegar ég var stödd í Köben og vá. Þetta er svo falleg búð, er upprunaleg frá opnun 1835 (auðvitað með einhverrju viðhaldi). Lyktin er dásamleg og teið svo gott. Ég keypti mér svona sæta te-dollu fullu af tei sem ég drakk eins og brjálæðingur í vetur. Núna er kominn tími á að fylla á dolluna, og kannski bæta einni við, hver veit.


Ég á eina svona fallega dollu - svo fallega rauð.
Aldrei að vita nema ein svona græn laumist með heim. Full af góðu tei.

 2. Háma í mig Skildpadder (ég veit þær fást á Íslandi en þær eru bara svo betri í Danmörku, ég veit ekki afhverju, þær eru það bara)



Get ekki beðið eftir að stija á bekk á Strikinu og japla á þessu gúmmelaði. Fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina.

3. Að svolgra í mig eins og einum Cult Shaker og einum Mokai Cult. Algjörir stelpudrykkir, uppfullir af óhollum efnum. En þeir eru bara svo góðir. Ég lofa að fá mér bara svona einn til tvo, kannski þrjá til fjóra. Það var einhvern tímann hægt að fá Cult Shaker á Íslandi, það voru góðir tímar. Cult Shaker bragðast í raun bara eins og Cult orkudrykkurinn held ég, en Mokai er eitthvað allt annað. Það er svokallað Hyldeblomst bragð af honum sem kallast ylliblóm á íslensku. Það segir mér lítið - aldrei heyrt um það á Íslandi, en það er hellingur til af drykkjarföngum í DK sem eru með hyldeblomst bragði - og þeir eru allir góðir btw.



Vá hvað ég er til í þetta. En það er svo sem margt annað sem ég vil gera, borða og sjá. En auðvitað er aðalatriðið að knúsa vinkonurnar og njóta þess að vera í húsmæðraorlofi.
Jæja, off to bed - rise hálf 6 - úff þessi morgunflug. En ég hugga mig við að ég verð stödd í elsku Köben eftir hádegi á morgun, jibbí.

ást Kristín


mánudagur, 10. ágúst 2015

Tíminn líður svo hratt...

...það hreinlega hræðir mig stundum. Mér finnst eins og Klaran mín hafi fæðst í gær en nei, nei, ekki nóg með að hafa orðið 9 mánaða um helgina þá byrjaði hún á leikskóla í dag. Reyndar bara ungbarnaleikskóla svo hún er nú ennþá alveg svolítið lítil, en samt svo stór. Mér finnst alveg ótrúlegt að það séu liðnir 9 mánuðir síðan hún kom í heiminn og að ég sé búin að vera það lengi í fæðingarorlofi. Ég var heppin að geta dreift því á svona marga mánuði í stað þess að taka bara 6 mánuði eins og margir verða að láta duga. 6 mánuðir er bara enginn tími og börnin enn svo lítil. Það mætti alveg lengja þetta hefðbundna fæðingarorlof eitthvað smá - já og hækka greiðslurnar í leiðinni. Koma svo!



Elsku litla 9 mánaða skottan í pössun hjá ömmu og afa í síðustu viku
En við erum svo sannarlega búnar að njóta þess að vera saman, mæðgurnar. Sérstaklega núna í sumar þegar ég var "bara" í fæðingarorlofi, en ekki líka í fullu námi eins og í vetur. Við gátum ferðast heilan helling, hitt alls konar fólk, knúsast, sólbaðast og leikið okkur endalaust. Það er skemmtileg tilbreyting að vera svona í "fríi" á sumrin og geta alveg eins verið í sumarbústað á virkum dögum eins og um helgar. Ég hef alltaf verið eins og aðrir ungir Íslendingar, vinnandi eins og brjálæðingur öll sumur, svo þetta var kærkomin tilbreyting.

En já. Núna er bara blessað barnið byrjað á leikskóla. Klara er yngsti meðlimur Svanakots-deildarinnar á Leikgarði sem er ungbarnaleikskóli undir Félagsstofnun Stúdenta. Hann er því staddur hérna á Stúdentagörðunum, sem er algjör snilld. Það tekur okkur mæðgur u.þ.b. 3 mín að labba þangað. Við mættum í dag í "fyrsta í aðlögun" og það gekk bara vonum framar. Klara var mjög hress og ekki lengi að byrja að leika sér og knúsa leikskólastarfsfólkið. Æj, það hjálpar mömmuhjartanu svolítið mikið að þetta gangi vel, þá er samviskubitið ekki eins svakalegt að senda barnið á leikskóla. 

Við Klara hlökkum allavega mikið til að mæta í lengri aðlögun á morgun, þetta verður stuð!

Klaran ready í leikskólann



Dugleg að leika á leikskólann á meðan hún fylgist með öllum hinum krökkunum
ást Kristín

föstudagur, 7. ágúst 2015

Verslunarmannahelgin 2015

Undanfarin ár hef ég eytt Verslunarmannahelginni í sumarbústaðnum með mömmu og pabba. Þar er hefð að grilla eitthvað gómsætt og skella sér á brennu með fólkinu af svæðinu. Alltaf mikil stemmning og mikið gaman. Ég var því svolítið hrædd um að helgin í ár yrði heldur "döll" þegar við ákváðum að fara ekki úr bænum. 

En ég þurfti svo sannarlega ekki að hafa áhyggjur, helgin var algjörlega meiriháttar!

Við byrjuðum laugardaginn á lunch út í sólinni á Sjávargrillinu (sjúklega gott) og skelltum okkur svo í sund, núna er Vesturbæjarlaugin að koma sterk inn hjá okkur eftir breytingar, algjörlega að fíla þess nýju potta.
Algeng sjón, Klaran búin að grípa í eitthvað og pabbinn með "daddy reflexes"

 Mér áskotnaðist gjafabréf á Icelandair hótel ásamt morgunverði sem var alveg að renna út. Við ákváðum því að nýta tækifærið og setja Klöruna í sína fyrstu næturpössun hjá ömmu sinni og skella okkur bara á hótel, vera smá rómó svona einu sinni. Auk þess áttum við eftir að fagna 5 ára sambandsafmæli svo þetta var bara meant to be. 
Ég er btw í pínku áfalli yfir að vera búin að vera í sambandi í 5 ár, það er eitthvað svo langur tími, sambandið okkar er að byrja í grunnskóla eftir ár, klikkað. Núna hugsa allir sem eiga að baki 10-50 ára sambönd örugglega ,,elskan mín góða, svo mikill amateur". Æj, ég er samt bara ægilega stolt af okkur.
5 ára parið
Allavega, back to the story. Ég ímyndaði mér sem sagt að við mundum keyra út fyrir borgarmörkin og gista t.d. á Hamri í Borgarfirði eða Flúðum en ástmaðurinn hélt nú ekki. Hann vildi bara fara niður á höfn og gista á Reykjavík Marina, ekkert að flækja hlutina um og of, enda er það nýjasta hótelið. Við sem sagt áttum rómantískt "get-a-away" í miðborginni.

Guð minn góður hvað þetta var allt saman dásamlegt. Herbergið var svo flott og þjónustan upp á 10, okkur leið eins og mestu VIP gestum sögunnar, svo elskulegar voru dömurnar í gestamóttökunni. Okkur var boðið upp á dýrindis kokteila á Slippbarnum ásamt forréttaplatta með gúrm ostum, pylsum og parmaskinku. Slef. 

Gúrm forréttaplattinn okkar. 
Ég að vera pæja með kokteil
þessi ber nafnið sHe-Man, hefði alveg getað drukkið fimm enn. Fyrir aftan er "róna-looking"-kokteillinn hans Kjartans, sem var frosin líka gúrm.
Við röltum svo yfir á Tapasbarinn í kvöldmat þar sem við sporðrenndum fleiri kokteilum og æðislegum mat. 

Þarna ætlaði ég aftur að vera pæja með nýjan drykk en ástmaðurinn hermdi bara eftir mér og myndavélastútnum sem ég setti upp. Þetta varð því útkoman = skessa með passion Sangriu
Matur, vín og ástmaður - bið ekki um meira!

Sangríusætur
Ricky Martini rann ljúft niður
Á leið okkur tilbaka gátum við ekki sleppt því að skella í okkur smá eftirréttakokteilum á Slippbarnum, svona fyrst við vorum byrjuð.
Ok. þetta er orðið pínku vandró - all this alcohol. 
Eftir alla drykkjuna og átið duttum við í Titanic gláp upp á herbergi og sváfum svo eins og steinar langt undir morgun. Við enduðum "get-a-awayið" svo með brunch á hótelinu. Við erum ekki frá því að þetta sé besti brunchinn í bænum, aðeins öðruvísi og ekkert yfirhlaðinn. Bara passlegur, ferskur, öðruvísi og sjúklega bragðgóður.  
Klaran er mikil áhugamanneskja um brunch og fékk því að koma með

jömmí!
Þegar ég hélt að varla væri hægt að gera helgina betri þá ákváðum við í snatri á sunnudaginn að bruna bara upp í sumarbústað og heimsækja foreldra mína í eina nótt. Grilluðum dýrindis hrefnusteik og skelltum okkur í pottinn. Á mánudaginn var svo bongóblíða á pallinum, sumir töluðu um 30 stig svo ég flatmagaði með bók, Klaran lék sér í Klörulundi með ömmu sinni á meðan ástmaðurinn málaði handrið með tengdaföður sínum.
Bardúsa í Klörulundi

æj þetta litla skott - bræðir alla daga

sjúklega handsome málari

Duglegir vinnumenn - finnst ykkur ekki fallegt í svetinni?

Klaran knúsar afa sinn bless og amman fylgist með

Get ekki annað sagt en að ég hafi komið úthvíld og fersk út úr þessari Verslunarmannahelgi.
Að lokum segi ég bara TAKK TAKK TAKK þið sem gerðuð helgina að þeirri snilld sem hún var (þið vitið hver þið eruð).

En jæja, Klaran er vöknuð út í vagni og við á leið í næsta frí, í þetta sinn er það helgardvöl á Laugarvatni með bræðrum mínum og fjölskyldum. Best að drífa barnið inn og pakka ofan í töskur enn og aftur. 

Sumarið er svo gúrm!

ást Kristín