Fallegur laugardagur, best að láta hann innihalda eins og eina bloggfærslu.
Ég er allavega sest með kaffibollann minn, búin að opna tölvuna og með nýja lagið hans Justin Biebers í gangi á Spotify, sem ég er btw búin að bíða eftir lengi lengi, enda drengurinn búinn að vera með count down í marga marga daga. U já, best að koma því bara á hreint strax, ég er mikill Belieber (= one who is an obsessive fan of justin bieber (skv. Urban Dictionary)). Ok, ég segi kannski ekki að ég sé ein af þessum sem eru með JB veggfóður og dreymi hann á hverri nóttu en ég get ekki lofað því að gráta ekki ef ég hitti hann einn daginn. Let's just leave it at that. Áfram JB!
En já, alvaran er tekin við, elsku rútínan og það allt. Já, ég segi elsku rútínan. Það gerir eitthvað fyrir litla OCD barnið í mér að hafa allt í röð og reglu, ekki bara í hillum og skápum heldur líka í dagskrá vikunnar. OCD barnið er samt mjög lítið og hefur ekki enn tekist að fylla of mikinn hluta af lífi mínu, sem betur fer held ég.
En rútínan þennan veturinn felst í vinnu, skóla og leikskóla hjá fjölskyldunni í Traðarbúð. Ástmaðurinn mætir til forritunarvinnu líkt og áður. Klaran stendur sig eins og hetja á leikskólanum og er alltaf svaka hress þegar við sækjum hana. Henni tókst reyndar að næla sér í fyrstu flensuna fjórum dögum eftir að hún byrjaði, jeijj, en það er bara partur af programmet. Ég var nú reyndar stödd í elsku Köben þá svo pabbinn fékk að sjá um þetta. Mother of the year!
Ég er sem sagt loksins byrjuð á lokaárinu mínu í kennaranáminu, vúhú. Ef allt gengur upp verð ég orðin kennari næsta haust. Næsta haust krakkar! Ég trúi þessu ekki, þetta fer bara alveg að gerast og ég fæ loksins að gera það sem mér finnst svo langskemmtilegast í lífinu, að kenna. Ég er svo innilega fegin og ánægð hvað ég er enn spennt fyrir starfinu, þrátt fyrir slatta af mótlæti í gegnum árin. Ég hef því miður fylgst með svo mörgum samnemendum mínum missa áhugann og breyta stefnunni og ég skil þá vel, námið er langt, launin heldur slöpp og það hafa ALLIR skoðun á kennarastarfinu, líka þeir sem þekkja það lítið sem ekkert.
Ég held hreinlega að ég hafi aldrei verið eins spennt fyrir skólanum eins og einmitt núna. Það skemmir ekki að vera byrjuð í 3 mánaða vettvangsnámi í Hagaskóla þar sem móttökurnar hafa verið frábærar. Ég hef aldrei áður lent í því að setjast hjá kennurum á kennarastofunni á fyrsta degi og hlustað á þá lofsyngja kennarastarfið í hástert eins og þarna. Það er nefnilega þannig að þessi undirliggjandi neikvæðni á kennarastarfinu hefur smitast inn í kennarastéttina sjálfa og kennarar því gjarnir á að tala niður til starfsins síns og ég hef jafnvel lent í því að vera kvött til að hætta við, og það af kennara á kennarastofu. Þetta var því frábær tilbreyting að tala við kennara sem elska starfið sitt og vilja ekkert annað gera en að kenna. Enda er það svo ótrúlega skemmtilegt.
Það má því segja að ég sé í essinu mínu þessa dagana. Ekki nóg með að fá að deila visku minni (uuu já, ég bý yfir mikilli visku sko, sérstaklega í dönsku sko) með unglingum Vesturbæjar heldur fæ ég líka að gera þessa litlu hluti sem eru bara svo skemmtilegir eins og að ganga um gangana á inniskóm með kaffibolla í annarri og lyklakippu í hinni, ég fæ að sitja á kennarastofunni og spjalla við skemmtilegt fólk, ég fæ að sitja innihaldsríka kennarafundi, ég fæ að biðja nemendur að setja símana niður og ég fæ að heyra hvað þeir gerðu í sumar. Það besta við þetta allt er að ég fæ að kynnast nemendum, styrkleikum þeirra og veikleikum og ég fæ tækifæri til að hafa áhrif á þá, hvað er hægt að biðja um meira?
Svona verð ég á næsta ári - alltaf með rautt epli og prik. Ok, ég ætla samt að halda mig sem lengst frá stærðfræðikennslunni, held það sé hollast bæði fyrir mig og nemendurna.
Úff, er hægt að vera eitthvað mikið meira "peppuð" fyrir draumastarfinu sínu?
Bara ár enn og ég verð "one of them and proud of it", jibbí!
Áfram Hagaskóli
Áfram kennarar
Áfram ég
Vúhú
kennaraást Kristín




















