föstudagur, 7. ágúst 2015

Verslunarmannahelgin 2015

Undanfarin ár hef ég eytt Verslunarmannahelginni í sumarbústaðnum með mömmu og pabba. Þar er hefð að grilla eitthvað gómsætt og skella sér á brennu með fólkinu af svæðinu. Alltaf mikil stemmning og mikið gaman. Ég var því svolítið hrædd um að helgin í ár yrði heldur "döll" þegar við ákváðum að fara ekki úr bænum. 

En ég þurfti svo sannarlega ekki að hafa áhyggjur, helgin var algjörlega meiriháttar!

Við byrjuðum laugardaginn á lunch út í sólinni á Sjávargrillinu (sjúklega gott) og skelltum okkur svo í sund, núna er Vesturbæjarlaugin að koma sterk inn hjá okkur eftir breytingar, algjörlega að fíla þess nýju potta.
Algeng sjón, Klaran búin að grípa í eitthvað og pabbinn með "daddy reflexes"

 Mér áskotnaðist gjafabréf á Icelandair hótel ásamt morgunverði sem var alveg að renna út. Við ákváðum því að nýta tækifærið og setja Klöruna í sína fyrstu næturpössun hjá ömmu sinni og skella okkur bara á hótel, vera smá rómó svona einu sinni. Auk þess áttum við eftir að fagna 5 ára sambandsafmæli svo þetta var bara meant to be. 
Ég er btw í pínku áfalli yfir að vera búin að vera í sambandi í 5 ár, það er eitthvað svo langur tími, sambandið okkar er að byrja í grunnskóla eftir ár, klikkað. Núna hugsa allir sem eiga að baki 10-50 ára sambönd örugglega ,,elskan mín góða, svo mikill amateur". Æj, ég er samt bara ægilega stolt af okkur.
5 ára parið
Allavega, back to the story. Ég ímyndaði mér sem sagt að við mundum keyra út fyrir borgarmörkin og gista t.d. á Hamri í Borgarfirði eða Flúðum en ástmaðurinn hélt nú ekki. Hann vildi bara fara niður á höfn og gista á Reykjavík Marina, ekkert að flækja hlutina um og of, enda er það nýjasta hótelið. Við sem sagt áttum rómantískt "get-a-away" í miðborginni.

Guð minn góður hvað þetta var allt saman dásamlegt. Herbergið var svo flott og þjónustan upp á 10, okkur leið eins og mestu VIP gestum sögunnar, svo elskulegar voru dömurnar í gestamóttökunni. Okkur var boðið upp á dýrindis kokteila á Slippbarnum ásamt forréttaplatta með gúrm ostum, pylsum og parmaskinku. Slef. 

Gúrm forréttaplattinn okkar. 
Ég að vera pæja með kokteil
þessi ber nafnið sHe-Man, hefði alveg getað drukkið fimm enn. Fyrir aftan er "róna-looking"-kokteillinn hans Kjartans, sem var frosin líka gúrm.
Við röltum svo yfir á Tapasbarinn í kvöldmat þar sem við sporðrenndum fleiri kokteilum og æðislegum mat. 

Þarna ætlaði ég aftur að vera pæja með nýjan drykk en ástmaðurinn hermdi bara eftir mér og myndavélastútnum sem ég setti upp. Þetta varð því útkoman = skessa með passion Sangriu
Matur, vín og ástmaður - bið ekki um meira!

Sangríusætur
Ricky Martini rann ljúft niður
Á leið okkur tilbaka gátum við ekki sleppt því að skella í okkur smá eftirréttakokteilum á Slippbarnum, svona fyrst við vorum byrjuð.
Ok. þetta er orðið pínku vandró - all this alcohol. 
Eftir alla drykkjuna og átið duttum við í Titanic gláp upp á herbergi og sváfum svo eins og steinar langt undir morgun. Við enduðum "get-a-awayið" svo með brunch á hótelinu. Við erum ekki frá því að þetta sé besti brunchinn í bænum, aðeins öðruvísi og ekkert yfirhlaðinn. Bara passlegur, ferskur, öðruvísi og sjúklega bragðgóður.  
Klaran er mikil áhugamanneskja um brunch og fékk því að koma með

jömmí!
Þegar ég hélt að varla væri hægt að gera helgina betri þá ákváðum við í snatri á sunnudaginn að bruna bara upp í sumarbústað og heimsækja foreldra mína í eina nótt. Grilluðum dýrindis hrefnusteik og skelltum okkur í pottinn. Á mánudaginn var svo bongóblíða á pallinum, sumir töluðu um 30 stig svo ég flatmagaði með bók, Klaran lék sér í Klörulundi með ömmu sinni á meðan ástmaðurinn málaði handrið með tengdaföður sínum.
Bardúsa í Klörulundi

æj þetta litla skott - bræðir alla daga

sjúklega handsome málari

Duglegir vinnumenn - finnst ykkur ekki fallegt í svetinni?

Klaran knúsar afa sinn bless og amman fylgist með

Get ekki annað sagt en að ég hafi komið úthvíld og fersk út úr þessari Verslunarmannahelgi.
Að lokum segi ég bara TAKK TAKK TAKK þið sem gerðuð helgina að þeirri snilld sem hún var (þið vitið hver þið eruð).

En jæja, Klaran er vöknuð út í vagni og við á leið í næsta frí, í þetta sinn er það helgardvöl á Laugarvatni með bræðrum mínum og fjölskyldum. Best að drífa barnið inn og pakka ofan í töskur enn og aftur. 

Sumarið er svo gúrm!

ást Kristín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli