Ekki nóg með að búið sé að reyna aðeins á mömmuhjartað í vikunni með leikskólaaðlöguninni þá verður það næstum því rifið úr í fyrramálið. Mamman ætlar nefnilega að skella sér í húsmæðraorlof til Kaupmannahafnar yfir helgina. En eins erfitt og það verður að fara frá elsku Klörunni (sem fékk btw extra mikil knús og kossa fyrir svefninn í kvöld) þá hefur mamman bara gott af þessu, heldur hún, og hlakkar mikið til.
Ég og Köben eigum í heitu ástarsambandi, svo mikil er ást mín á þessari yndislegu borg. Hún er falleg, fjölbreytt, örugg, skemmtileg, með góðan mat afslappað umhverfi og síðast en ekki síst þá talar fólkið þar dönsku, hvað er hægt að biðja um meira krakkar? Og já, þið lásuð rétt og ég lýg engu þegar ég titla dönskuna rúsínuna í pylsuendanum. Ó elsku danskan mín. Það sem ég hlakka til að fá að tala þig á morgun. Líkt og komið hefur fram hér áður þá er ég nett klikk. Eini gallinn er að ég kem til með að eyða mesta tímanum með Íslendingum (reyndar yndislegum Íslendingum sem ég hlakka mikið til að hitta). En það þýðir að ég næ ekki að svala dönsku-þörf minni fullkomlega. Þetta er svona eiginlega pínku fíkn. Sem ég er kannski ekkert að lækna með því að vera í háskólanámi að læra að verða dönskukennari, eða hvað? En ég meina, það getur ekki verið nema kostur fyrir framtíðar nemendur mína að fá dönskukennara sem:
1. Kann dönsku
2. Elskar dönsku mikið mikið,
eða hvað?
Vona að vinkonur mínar afsaki mig þegar ég fer að tala um lífið og veginn við búðarmenn og fólk í lestinni.
En aftur að Köben.
Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem ég hef komið til Kaupmannahafnar. Fyrir það fyrsta var Danmörk eina landið sem við fjölskyldan ferðuðumst til þar til ég varð svona 17 ára. Pabbi tók aldrei annað í mál en að fara til elsku DK - þar sem hann þekkti sig og kunni tungumálið, sjáiði til. Ha, erum við eitthvað lík? nei, alls ekki.
Einhverja hluta vegna fékk ég ekki nóg af Danmörku og hef nú búið þar í tvígang og farið oft oft oft í helgarferðir til Köben. Ég er alltaf jafn spennt.
Þetta er sem sagt húsmæðraorlof. Ástmaðurinn er að senda mig í frí, þið vitið, þreytta mamman and all that. Við erum tvær sem förum að heimsækja þá þriðju. Við erum að tala um æsku-æskuvinkonuhópinn. We go way back, þið skiljið. Helgin mun því (reikna ég með) einkennast af miklu spjalli um lífið og tilveruna (ég mun tjá mig of mikið um Klöruna og allt sem henni viðkemur, sorry fyrirfram stelpur!), góðum drykkjum, búðum, sól, bæjarrölti og knúsum. Ég get ekki beðið um meira. Við erum samt lítið búnar að plana, ætlum svolítið bara að take it as it comes.
Það er samt þrennt sem ég verð að fá (já það er allt matartengt, hvað annað):
1. Kaupa te í A. C. Perch's Thehandel - www.perchs.dk
Dönskukennarinn minn var búin að nefna þessa búð við mig nokkrum sinnum, hann ferðast alltaf með heilu sekkina af tei heim. Ég kíkti svo loks síðast þegar ég var stödd í Köben og vá. Þetta er svo falleg búð, er upprunaleg frá opnun 1835 (auðvitað með einhverrju viðhaldi). Lyktin er dásamleg og teið svo gott. Ég keypti mér svona sæta te-dollu fullu af tei sem ég drakk eins og brjálæðingur í vetur. Núna er kominn tími á að fylla á dolluna, og kannski bæta einni við, hver veit.
Ég á eina svona fallega dollu - svo fallega rauð.
Aldrei að vita nema ein svona græn laumist með heim. Full af góðu tei.
2. Háma í mig Skildpadder (ég veit þær fást á Íslandi en þær eru bara svo betri í Danmörku, ég veit ekki afhverju, þær eru það bara)
Get ekki beðið eftir að stija á bekk á Strikinu og japla á þessu gúmmelaði. Fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina.
3. Að svolgra í mig eins og einum Cult Shaker og einum Mokai Cult. Algjörir stelpudrykkir, uppfullir af óhollum efnum. En þeir eru bara svo góðir. Ég lofa að fá mér bara svona einn til tvo, kannski þrjá til fjóra. Það var einhvern tímann hægt að fá Cult Shaker á Íslandi, það voru góðir tímar. Cult Shaker bragðast í raun bara eins og Cult orkudrykkurinn held ég, en Mokai er eitthvað allt annað. Það er svokallað Hyldeblomst bragð af honum sem kallast ylliblóm á íslensku. Það segir mér lítið - aldrei heyrt um það á Íslandi, en það er hellingur til af drykkjarföngum í DK sem eru með hyldeblomst bragði - og þeir eru allir góðir btw.
Vá hvað ég er til í þetta. En það er svo sem margt annað sem ég vil gera, borða og sjá. En auðvitað er aðalatriðið að knúsa vinkonurnar og njóta þess að vera í húsmæðraorlofi.
Jæja, off to bed - rise hálf 6 - úff þessi morgunflug. En ég hugga mig við að ég verð stödd í elsku Köben eftir hádegi á morgun, jibbí.
ást Kristín
Jæja, off to bed - rise hálf 6 - úff þessi morgunflug. En ég hugga mig við að ég verð stödd í elsku Köben eftir hádegi á morgun, jibbí.
ást Kristín









Engin ummæli:
Skrifa ummæli