...það hreinlega hræðir mig stundum. Mér finnst eins og Klaran mín hafi fæðst í gær en nei, nei, ekki nóg með að hafa orðið 9 mánaða um helgina þá byrjaði hún á leikskóla í dag. Reyndar bara ungbarnaleikskóla svo hún er nú ennþá alveg svolítið lítil, en samt svo stór. Mér finnst alveg ótrúlegt að það séu liðnir 9 mánuðir síðan hún kom í heiminn og að ég sé búin að vera það lengi í fæðingarorlofi. Ég var heppin að geta dreift því á svona marga mánuði í stað þess að taka bara 6 mánuði eins og margir verða að láta duga. 6 mánuðir er bara enginn tími og börnin enn svo lítil. Það mætti alveg lengja þetta hefðbundna fæðingarorlof eitthvað smá - já og hækka greiðslurnar í leiðinni. Koma svo!
![]() |
| Elsku litla 9 mánaða skottan í pössun hjá ömmu og afa í síðustu viku |
En við erum svo sannarlega búnar að njóta þess að vera saman, mæðgurnar. Sérstaklega núna í sumar þegar ég var "bara" í fæðingarorlofi, en ekki líka í fullu námi eins og í vetur. Við gátum ferðast heilan helling, hitt alls konar fólk, knúsast, sólbaðast og leikið okkur endalaust. Það er skemmtileg tilbreyting að vera svona í "fríi" á sumrin og geta alveg eins verið í sumarbústað á virkum dögum eins og um helgar. Ég hef alltaf verið eins og aðrir ungir Íslendingar, vinnandi eins og brjálæðingur öll sumur, svo þetta var kærkomin tilbreyting.
En já. Núna er bara blessað barnið byrjað á leikskóla. Klara er yngsti meðlimur Svanakots-deildarinnar á Leikgarði sem er ungbarnaleikskóli undir Félagsstofnun Stúdenta. Hann er því staddur hérna á Stúdentagörðunum, sem er algjör snilld. Það tekur okkur mæðgur u.þ.b. 3 mín að labba þangað. Við mættum í dag í "fyrsta í aðlögun" og það gekk bara vonum framar. Klara var mjög hress og ekki lengi að byrja að leika sér og knúsa leikskólastarfsfólkið. Æj, það hjálpar mömmuhjartanu svolítið mikið að þetta gangi vel, þá er samviskubitið ekki eins svakalegt að senda barnið á leikskóla.
Við Klara hlökkum allavega mikið til að mæta í lengri aðlögun á morgun, þetta verður stuð!
| Klaran ready í leikskólann |
| Dugleg að leika á leikskólann á meðan hún fylgist með öllum hinum krökkunum |
ást Kristín



Engin ummæli:
Skrifa ummæli