Detti mér allar dauðar lýs úr höfði, ég er ekki frá því að sólin hafi bara látið sjá sig í gær, tóku þið eftir henni?Maður æsist allur upp um leið og hún kíkir fram, rífur sig úr fötunum og hendist út, bara einhvert út, alveg sama hvert.... með eina hugsun að vopni, ÉG SKAL FÁ SMÁ LIT!
Þar sem ég bý í vonlausustu sólbaðs-íbúð landsins (áfram Stúdentagarðarnir!) þá verð ég að gera eitthvað róttækt þegar sólin kemur, þ.e.a.s. það er ekki nóg fyrir mig að fara út á svalir því þar sést sólin aldrei og þá meina ég aldrei... ok, kannski í klst. á kvöldin, þegar hún er að setjast, jibbí!
Ég var því mjög ánægð þegar mamma mín hringdi í mig í gær og bað mig að keyra með sér í Grímsnes í sumarbústaðar-innflutningspartý hjá frænku okkar. Vá, hvað ég er sátt við að hafa sagt já! Þó ég hafi nú ekki þekkt marga, enda fjarskyldar frænkur sem mamma var í sveit með á Búrfelli þegar hún var lítil þá skemmdi það ekki fyrir - enda hef ég sjaldan verið kölluð feimin og tilbage hehe... ;)
Grímsnesið, eða öllu heldur Búrfellssveitin og pallurinn hjá Ýr frænku bauð upp á þetta yndislega veður og flotta útsýni
Þetta var eitt flottasta innflutningsteiti sem ég hef mætt í, jaaa... eða verið boðflenna í!
Þegar við mæðgur mættum á svæðið stóðu herrarnir úti í óðaönn að grill lambið og það ekki á neinn hefðbundinn hátt... Myndir segja meira en þúsund orð...
| Mamma að fá söguna á bakvið eldamennskuna |
Lambið smakkaðist ótrúlega vel og allt gúrme meðlætið rann ljúft niður. Og ekki vantaði sætindin á eftir, alls konar ostakökur, muffins, pönnukökur og fleira. Við mæðgur sátum auðvitað langt fram á kvöld og það var ótrúlega gaman að heyra sögur frá því mamma var í sveit sem barn og hversu mikið tímarnir hafa breyst. Við vorum auðvitað með þeim síðustu til að yfirgefa partýið. Keyrðum heim og nutum sólsetursins á leiðinni.
Já krakkar mínir, skyndiákvarðanir geta verið snilld!
| Undirrituð súper happy í nýju flíkunum með nýju fínu Ray að halda heim á leið eftir partýið. |
Hversu dásamlegt getur íslenskt sumar verið? Myndin að ofan er tekin um kl.23:00, ég gæti auðveldlega logið því að hverjum sem er að hún sé tekin á miðjum degi! Elsku Ísland
Vona annars að helgin ykkar hafi líka verið gúrm og þið hafið notið sólarinnar í gær... og vonandi lætur hún sjá sig aftur sem fyrst!
Ást Kristín








