sunnudagur, 27. júlí 2014

Hey, sáu þið sólina?

Detti mér allar dauðar lýs úr höfði, ég er ekki frá því að sólin hafi bara látið sjá sig í gær, tóku þið eftir henni?Maður æsist allur upp um leið og hún kíkir fram, rífur sig úr fötunum og hendist út, bara einhvert út, alveg sama hvert.... með eina hugsun að vopni, ÉG SKAL FÁ SMÁ LIT!

Þar sem ég bý í vonlausustu sólbaðs-íbúð landsins (áfram Stúdentagarðarnir!) þá verð ég að gera eitthvað róttækt þegar sólin kemur, þ.e.a.s. það er ekki nóg fyrir mig að fara út á svalir því þar sést sólin aldrei og þá meina ég aldrei... ok, kannski í klst. á kvöldin, þegar hún er að setjast, jibbí!

Ég var því mjög ánægð þegar mamma mín hringdi í mig í gær og bað mig að keyra með sér í Grímsnes í sumarbústaðar-innflutningspartý hjá frænku okkar. Vá, hvað ég er sátt við að hafa sagt já! Þó ég hafi nú ekki þekkt marga, enda fjarskyldar frænkur sem mamma var í sveit með á Búrfelli þegar hún var lítil þá skemmdi það ekki fyrir - enda hef ég sjaldan verið kölluð feimin og tilbage hehe... ;)

Grímsnesið, eða öllu heldur Búrfellssveitin og pallurinn hjá Ýr frænku bauð upp á þetta yndislega veður og flotta útsýni




Þetta var eitt flottasta innflutningsteiti sem ég hef mætt í, jaaa... eða verið boðflenna í!
Þegar við mæðgur mættum á svæðið stóðu herrarnir úti í óðaönn að grill lambið og það ekki á neinn hefðbundinn hátt... Myndir segja meira en þúsund orð...


Mamma að fá söguna á bakvið eldamennskuna
Lambið smakkaðist ótrúlega vel og allt gúrme meðlætið rann ljúft niður. Og ekki vantaði sætindin á eftir, alls konar ostakökur, muffins, pönnukökur og fleira. Við mæðgur sátum auðvitað langt fram á kvöld og það var ótrúlega gaman að heyra sögur frá því mamma var í sveit sem barn og hversu mikið tímarnir hafa breyst. Við vorum auðvitað með þeim síðustu til að yfirgefa partýið. Keyrðum heim og nutum sólsetursins á leiðinni.

Já krakkar mínir, skyndiákvarðanir geta verið snilld!

Undirrituð súper happy í nýju flíkunum með nýju fínu Ray að halda heim á leið eftir partýið. 

Hversu dásamlegt getur íslenskt sumar verið? Myndin að ofan er tekin um kl.23:00, ég gæti auðveldlega logið því að hverjum sem er að hún sé tekin á miðjum degi! Elsku Ísland

Vona annars að helgin ykkar hafi líka verið gúrm og þið hafið notið sólarinnar í gær... og vonandi lætur hún sjá sig aftur sem fyrst!

Ást Kristín

Biðin eftir sólinni


Þar sem veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska í höfuðborginni hafa fatainnkaup mín undanfarið litast af því. Eins mikið og ég væri til í meiri sól, hita og gleði þá er ég samt brjálæðislega ánægð með nýjustu flíkurnar mínar og gaman að geta notað þær bara strax... 

En ég fylgdi straumnum, eins og er kúl muniði! Ég fjárfesti í 66 Norður húfu, við hjúin keyptum bæði húfu, ég fékk mér bláa og hann appelsínugula, aldrei að vita nema ég ræni hans við og við... 
Ég er enn í sjokki yfir hvað þær eru ódýrar, ekki nema 2.500kr - gjöf en ekki gjald!


En ég er nú aðeins meira skotin í hinni nýju hlýju flíkinni minni, en það er þessi fallega lopapeysa (næstum kápa því hún er svo síð) sem ég keypti á útsölu Ice Wear búðinni í Vík í Mýrdal um daginn... I love it :) kemur sér líka vel að hafa svona tölur, þá getur bumban fengið að standa út í friði... ;)



Jæja... Fyrsta fashion-bloggið komið...

Ást Kristín fashionist ;)




fimmtudagur, 24. júlí 2014

Frú Excel


Ég elska Excel. 


Inni í mér býr lítið skipulagsfrík. Þó svo að ég sé oftast á síðustu stundu og dreg hluti fram á síðasta séns þá elska ég allt sem kemur að skipulögn. To-do listar halda í mér lífi, það er fáránlegt hvað ég fæ mikið út úr því að haka við eitthvað á to-do listanum mínum. Ég held ekki veislu, fund eða einhvers konar samkomu án þess að búa til einhvern lista, t.d. gestalista, innkaupalista, lista yfir hver á að gera hvað o.s.frv. Maður er nú ekki alveg normal.

Ég fúnkera best þegar ég hef það mikið að gera að dagbókin mín er bara pökkuð af alls kyns dóti, fundum, æfingum, matarboðum, veislum, skólaverkefnum og vinnu. Og já, ég nota gamaldags dagbók, er búin að reyna oft að færa þetta yfir í símann en mér finnst það bara engan veginn sama dæmið. Vil geta notað yfirstrikunarpennana mína og sjá þetta allt svona fyrir mér. Hversu klikkuð?

Excel hjálpar mér svo að hafa yfirsýn yfir ýmislegt sem kemst ekki beint í dagbókina. Í dag er ég t.d. með tvo Excel-filea í gangi: 
  1.  Skipulagsskjal yfir komandi haust, vika fyrir viku, (ég veit, það er bara júlí!). Ég er nefnilega á leið í mastersnámi og kennslan verður svona frekar skrýtin, heill þriðjudagur þarna, hálfur fimmtudagur hér o.s.frv. Ég sá strax að ég yrði að henda í Excel skjal til að hafa yfirsýn yfir þetta allt saman. 
  2. Seinna skjalið er svo skipulag yfir barnastöff (sem sagt fyrir barnið sem ég ætla að eignast í nóvember)- hvað ég fæ frá hverjum og hvað ég þarf að kaupa, hver og einn sem útvegar mér eitthvað fær sinn dálk. Það er sko öfundsvert að komast á listann, eða mér finnst það.
En annars er ég bara sjúkt hress og afslöppuð pía sko!

Ég lofa

ást Kristín


miðvikudagur, 23. júlí 2014

Yndislega París - júní 2014

Í lok júní skelltum við Kjartan okkur til Parísar í nokkra daga. Ekki að maður þurfi almennt ástæða til að heimsækja París en þá var meginástæðan sú að góðvinur minn, Ben, frá Ástralíu, var staddur á sama tima í borginni. Hann og kærastan hans Rose skelltu sér í Europe-trip og heimsóttu þessar helstu borgir svo við nýttum tækifærið og völdum þá sem okkur fannst mest spennandi og hittum þau á "miðri" leið.

Við Ben vorum saman í lýðháskóla í Danmörku haustið 2006. 
Sjá okkur - ung og saklaus
Við höfum sem sagt ekki hist síðan 12. janúar 2007, þegar hann snéri heim eftir skóladvölina. Við höfum verið dugleg að halda sambandi í gegnum árin, t.d. með gamaldags jólakortaskrifum, litlum pakkasendingum og svo bara internetið. Það var því algjörlega kominn tími á að við hittumst, enda 7 ár alltof langur tími!

Alvöru Íslendingar láta ekki útsölur framhjá sér fara
En svo við snúum okkur aftur að París - ó  elsku París. París sveik okkur sko ekki.
Hún bauð upp á fallegt veður (ok smá rigningu), ferska ávexti, stórkostlegar byggingar, góðan mat, huggulegar samverustundir með skemmtilegum vinum, crépes með Nutella og útsölur í H&M, hvað getur maður beðið um meira?

mmm... ferskir ávextir á hverjum morgni
















Ég hef bara einu sinni áður komið til Parísar og það í 1/2
 sólarhring, var veðurtept þar og sá bara Eiffel turninn í miklu flýti á leið út á völl. Kjartan, Ben og Rose hafa öll komið áður, þó aðallega Ben sem talaði um 13 skipti - 
(hann játaði að hafa verið dekrað barn enda ekkert grín að skreppa til Parísar frá Ástralíu!!)
En það var bara snilld að hafa einhvern sem þekkti borgina vel og gat verið "tour guide" :)
Ekki það, metro-systemet er fáránlega einfalt um leið og maður fattar það og svo var ég með brilliant offline-map í símanum svo við gátum ekki týnst!

Við leigðum okkur krúttlega íbúð á Airbnb í 11. hverfi fyrir skid og ingenting. Vorum mjög sátt með staðsetninguna og íbúðina, fyrir utan kannski sturtuna sem Kjartan flokkaði sem jafnslæma sturtu og þær sem hann prófaði í Kenýa... jább... það kalla ég slæma sturtu.

Jæja, er ekki bara best að leyfa myndunum að tala sínu máli?

Krúttlega portið okkar

Gráa hurðin inn í portið okkar - bakaríið ekki langt undan


Einhvers staðar í grenndinni var Oscar Wilde jarðaður - við fundum hann ekki - ég veit, lélegt!

Súkkulaði paradís


Vinir drekka :)

Vinir túristast 

Myndarlegir herramen snæða ítalskt í Frakklandi

Við erum alltaf svo eðlileg - eða þá aðallega ég

æj þau eru eitthvað svo sæt og yndisleg þessi tvö

Hr. kokteill


Crépeeeees og Nuteeellla - hversu gott?

Ein sjúkt hamingjusöm með steikina sína

Æðislegt steikhús - Unico

Eiffel-selfie






Það var skálað við öll tækifæri

Beðið eftir meira Crépes... smjatt

 Já, ég endurtek, ó París. Hún stóð svo innilega fyrir sínu. Svo gaman að hitta Ben og Rose loksins og njóta þess að vera saman. Næst á dagskrá er að safna fullt af peningum og skella sér til þeirra í Canberra :)

ást Kristín

Hlusta á líkamann, er það eitthvað?

Þá er fyrsta vinnudegi eftir sumarfrí og veikindi lokið. Einhver sagði mér einhvern tímann að maður ætti að hlusta á líkamann þegar kemur að veikindum... Ekki fara sér of geyst, chilla bara og ná heilsu. Ég er ekki frá því að ég hafi heyrt þetta oftar en einu sinni, jafnvel oftar en tvisvar. Meira að segja sagði elsku mamma þetta við mig í gær.

Mamma veit alltaf best... En fer ég eftir því? Ooo nei... Undirrituð reif sig á fætur í morgun með látum, hentist í sturtu og brunaði í vinnuna, æst að komast í ósvöruð e-mail (eins og maður sé crazy ómissandi). Eftir tveggja tíma vinnu þá var nefið að drukkna og hugurinn orðinn sljór... Fór ég heim? Ooo nei... Ég píndi mig til 4. Áfram vinna!

Núna ligg ég eins og skata upp í sófa með sæng, snýtipappír og þennan töfradrykk sem ætlar að bjarga lífi mínu á núll einni, svona svo ég geti nú mætt úber fersk í e-mailin í fyrramálið. Ég er nefnilega handviss um að GJ-Travel fer á hvolf ef ég læt ekki sjá mig!

Grænn Ofursafi frá Boozt Bar 

Ást Kristín

þriðjudagur, 22. júlí 2014

Það er best að vera bara mainstream, ekki satt?



Ég hef ákveðið að það að vera mainstream sé kúl...

...því hef ég ákveðið að byrja að blogga! Það er nefnilega í tísku og hver vill ekki tolla í tískunni?

Nei, það er nú ekki þess vegna sem mig ég ákvað að láta verða að því að byrja að blogga. Það hefur bara blundað í mér núna í nokkra mánuði og þar sem ég ligg veik heima hugsaði ég ,,why not?" 
Líf mitt síðustu tvo daga! Æði!

Hingað til hef ég alltaf bakkað frá því þar sem mér finnst fremur leiðigjarnt að sitja við tölvuna í langan tíma í senn og fannst því tæpt að ég mundi endast eitthvað af viti - en hey, YOLO, það verður sem verður (já, ég skrifaði í alvörunni YOLO - live with it). 
Pælingin er bara að koma alls kyns hugrenningum, vangaveltum, draumum og óskum niður á blað og hví ekki að deila þeim með öllum heiminum - svona fyrsta maður gerir það nú þegar á instagram og snapchat! ;)

 En sem sagt... þetta er orðið að veruleika og ég er spennt fyrir framhaldinu...

Lýk þessu fyrsta bloggi á draumahlut dagsins 



About a chair frá HAY (www.hay.dk)

ást Kristín