sunnudagur, 27. júlí 2014

Biðin eftir sólinni


Þar sem veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska í höfuðborginni hafa fatainnkaup mín undanfarið litast af því. Eins mikið og ég væri til í meiri sól, hita og gleði þá er ég samt brjálæðislega ánægð með nýjustu flíkurnar mínar og gaman að geta notað þær bara strax... 

En ég fylgdi straumnum, eins og er kúl muniði! Ég fjárfesti í 66 Norður húfu, við hjúin keyptum bæði húfu, ég fékk mér bláa og hann appelsínugula, aldrei að vita nema ég ræni hans við og við... 
Ég er enn í sjokki yfir hvað þær eru ódýrar, ekki nema 2.500kr - gjöf en ekki gjald!


En ég er nú aðeins meira skotin í hinni nýju hlýju flíkinni minni, en það er þessi fallega lopapeysa (næstum kápa því hún er svo síð) sem ég keypti á útsölu Ice Wear búðinni í Vík í Mýrdal um daginn... I love it :) kemur sér líka vel að hafa svona tölur, þá getur bumban fengið að standa út í friði... ;)



Jæja... Fyrsta fashion-bloggið komið...

Ást Kristín fashionist ;)




Engin ummæli:

Skrifa ummæli