miðvikudagur, 23. júlí 2014

Hlusta á líkamann, er það eitthvað?

Þá er fyrsta vinnudegi eftir sumarfrí og veikindi lokið. Einhver sagði mér einhvern tímann að maður ætti að hlusta á líkamann þegar kemur að veikindum... Ekki fara sér of geyst, chilla bara og ná heilsu. Ég er ekki frá því að ég hafi heyrt þetta oftar en einu sinni, jafnvel oftar en tvisvar. Meira að segja sagði elsku mamma þetta við mig í gær.

Mamma veit alltaf best... En fer ég eftir því? Ooo nei... Undirrituð reif sig á fætur í morgun með látum, hentist í sturtu og brunaði í vinnuna, æst að komast í ósvöruð e-mail (eins og maður sé crazy ómissandi). Eftir tveggja tíma vinnu þá var nefið að drukkna og hugurinn orðinn sljór... Fór ég heim? Ooo nei... Ég píndi mig til 4. Áfram vinna!

Núna ligg ég eins og skata upp í sófa með sæng, snýtipappír og þennan töfradrykk sem ætlar að bjarga lífi mínu á núll einni, svona svo ég geti nú mætt úber fersk í e-mailin í fyrramálið. Ég er nefnilega handviss um að GJ-Travel fer á hvolf ef ég læt ekki sjá mig!

Grænn Ofursafi frá Boozt Bar 

Ást Kristín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli