fimmtudagur, 24. júlí 2014

Frú Excel


Ég elska Excel. 


Inni í mér býr lítið skipulagsfrík. Þó svo að ég sé oftast á síðustu stundu og dreg hluti fram á síðasta séns þá elska ég allt sem kemur að skipulögn. To-do listar halda í mér lífi, það er fáránlegt hvað ég fæ mikið út úr því að haka við eitthvað á to-do listanum mínum. Ég held ekki veislu, fund eða einhvers konar samkomu án þess að búa til einhvern lista, t.d. gestalista, innkaupalista, lista yfir hver á að gera hvað o.s.frv. Maður er nú ekki alveg normal.

Ég fúnkera best þegar ég hef það mikið að gera að dagbókin mín er bara pökkuð af alls kyns dóti, fundum, æfingum, matarboðum, veislum, skólaverkefnum og vinnu. Og já, ég nota gamaldags dagbók, er búin að reyna oft að færa þetta yfir í símann en mér finnst það bara engan veginn sama dæmið. Vil geta notað yfirstrikunarpennana mína og sjá þetta allt svona fyrir mér. Hversu klikkuð?

Excel hjálpar mér svo að hafa yfirsýn yfir ýmislegt sem kemst ekki beint í dagbókina. Í dag er ég t.d. með tvo Excel-filea í gangi: 
  1.  Skipulagsskjal yfir komandi haust, vika fyrir viku, (ég veit, það er bara júlí!). Ég er nefnilega á leið í mastersnámi og kennslan verður svona frekar skrýtin, heill þriðjudagur þarna, hálfur fimmtudagur hér o.s.frv. Ég sá strax að ég yrði að henda í Excel skjal til að hafa yfirsýn yfir þetta allt saman. 
  2. Seinna skjalið er svo skipulag yfir barnastöff (sem sagt fyrir barnið sem ég ætla að eignast í nóvember)- hvað ég fæ frá hverjum og hvað ég þarf að kaupa, hver og einn sem útvegar mér eitthvað fær sinn dálk. Það er sko öfundsvert að komast á listann, eða mér finnst það.
En annars er ég bara sjúkt hress og afslöppuð pía sko!

Ég lofa

ást Kristín


Engin ummæli:

Skrifa ummæli