Ég hef ákveðið að það að vera mainstream sé kúl...
...því hef ég ákveðið að byrja að blogga! Það er nefnilega í tísku og hver vill ekki tolla í tískunni?
Nei, það er nú ekki þess vegna sem mig ég ákvað að láta verða að því að byrja að blogga. Það hefur bara blundað í mér núna í nokkra mánuði og þar sem ég ligg veik heima hugsaði ég ,,why not?"
Líf mitt síðustu tvo daga! Æði!
Hingað til hef ég alltaf bakkað frá því þar sem mér finnst fremur leiðigjarnt að sitja við tölvuna í langan tíma í senn og fannst því tæpt að ég mundi endast eitthvað af viti - en hey, YOLO, það verður sem verður (já, ég skrifaði í alvörunni YOLO - live with it).
Pælingin er bara að koma alls kyns hugrenningum, vangaveltum, draumum og óskum niður á blað og hví ekki að deila þeim með öllum heiminum - svona fyrsta maður gerir það nú þegar á instagram og snapchat! ;)
En sem sagt... þetta er orðið að veruleika og ég er spennt fyrir framhaldinu...
Lýk þessu fyrsta bloggi á draumahlut dagsins
About a chair frá HAY (www.hay.dk)
ást Kristín



Engin ummæli:
Skrifa ummæli