15. ágúst s.l. átti elsku pabbi afmæli, varð 66 ára. Hárið á honum er nú löngu orðið skjannahvítt svo það voru engar miklar sjáanlegar breytingar á honum á afmælisdaginn, ja nema hann var nýklipptur.
Þar sem pabbi er mesti veislukall sem fyrir finnst þá er hann nú vanur að skipuleggja einhverja gleði sjálfur í tilefni dagsins. Undanfarin ár hefur hann boðið góðum hópi í skemmtilegar, litlar og öðruvísi veislur. Þær hafa farið fram á ótrúlegustu stöðum bæjarins, t.d. í gömlu Nexus búðinni og inni á verkstæði Allrahanda. Hann er hugmyndaríkur hann pabbi minn :)
En í ár ákvað hann að sleppa öllu umstangi og ætlaði bara að hafa það náðugt. Okkur hinum, eða aðallega okkur mæðgum, leist auðvitað ekkert á það og ég var því sett í að skipuleggja óvissuferð fyrir hann.
Og viti menn, þrátt fyrir stuttan fyrirvara og hugmyndaleysi til að byrja með þá tókst þetta líka bara svona vel og pabbi ekkert nema sáttur með daginn :)
Dagskráin mikla:
Ferðin hófst ekki fyrr en upp úr hálf 5 þar sem við hin í familíunni þurftum að vinna. En afmælisbarnið var pikkað upp um hálf 5, honum réttur bjór úr kælitöskunni og svo var brunað í suðurátt. Sá gamli kom með alls konar getgátur um hvert væri verið að fara en varð svo steinhissa þegar ég beygði í átt að Þrengslunum. Hann var samt fljótur að átta sig, sagði að við hlytum að vera á leiðinni á Stokkseyri. Sem var bara hárrétt.
 |
| Group-selfie af þátttakendum ferðarinnar . Stóri bróðir og co. voru því miður vant við látin í Flatey. |
Þar tók Páll Reynisson, eigandi safnsins, vel á móti okkur. Hann leyfði okkur að vera langt fram yfir lokunartíma, en það er mikilvægt að taka sér góðan tíma til að skoða öll þessi fallegu, uppstoppuðu dýr. Páll er sem sagt mikill veiðimaður og hefur ferðast víða í veiðiferðir og lætur svo stoppa dýrin upp og stillir þeim upp á safninu. Æðislega fallegt safn og gaman að heyra sögurnar á bakvið dýrin. Páll og pabbi gátu sko rætt endalaust um veiði og skytterí.
Ég mæli eindregið með Veiðisafninu - og það besta var að pabbi hafði ekki komið þangað áður (trúið mér, það er erfitt að finna eitthvað sem leiðsögumaðurinn hefur ekki prófað)
 |
| Hjónin fyrir utan safnið - það komu smá dropar! |
Þegar komið var upp í bíl aftur var boðið upp á meiri bjór, kleinur og jarðaber - haldiði að það sé huggó! Þar sem það var komin nett mikil rigning og ekkert spennandi að stíga út úr bílnum þá voru næstu þrjú stopp bara svona "photo-from-the-car-stop".
En þau voru:
 |
| Pabbi glaður í óvissuferð |
Knarrarósviti sem er staðsettur rétt fyrir sunnan Stokkseyri. Hann þykir mjög flottur, þó það sjáist kannski ekki á þessari mynd, en hey, það var rigning.
Pabbi gat auðvitað frætt okkur um þessa staði ásamt því að lesið var á skiltin sem fylgja - við erum sko alvöru túristar, já eða svona "inni-túristar" - hver nennir einhverri rigningu?
Liðið í aftursætinu var allavega yfir sig hrifið af öllum þessum stöðum eins og sjá má:
En nú voru allir orðnir hungraðir (jarðaberin og kleinurnar runnu eitthvað aðeins of hratt niður) og því ekki eftir neinu að bíða en að skella sér í dýrindis 3ja rétta humarveislu á
Fjöruborðinu.
Það var sko stjanað við okkur, mennirnir duttu í Bloody Mary, gamla settið sötraði hvítvín og allir gæddu sér á dýrindis humarsúpu, gúffuðu í sig hvítlaukshumri og fylltu svo magann endanlega með tertusneiðum og kaffi. Ó þetta var svo gott og svo æðislegt, ég slefa við tilhugsunina.
 |
| Afmælisbarnið les afmæliskortið - Dóttir hans skrifaði það í tölvu og lauk því með einu væmnu svona <3 - þessi 66 ára las hátt og skýrt ,,minna en þrír" |
 |
| Þessir voru hressir |
 |
| Mamma alltaf fín |
 |
| HUMAR |
Og ekki skemmdi fyrir að það stytti upp og þetta fallega sólarlag blasti við út um gluggann. Það var ekki annað í stöðinni en að stökkva út og taka nokkrar myndir - Auðvitað :)
 |
| Parið, 28 vikna bumba og sólsetur |
 |
| Æj, við getum nú stundum verið pínku krúttleg |
 |
| Anton að fleyta kerlingar |
 |
| Mæðgin hress |
 |
| Á meðan sat afmælisbarnið eftir inni og gúffaði í sig afmælisköku |
 |
| Þessi var "to die for" - Áfram súkkulaði |
 |
| Hversu fáránlega girnileg getur ein súkkulaðikaka verið? |
Á leið heim keyrðum við í gegnum Eyrarbakka, já eða réttara sagt, keyrðum þrisvar í gegnum Eyrarbakka og rifumst um þak-týpur. Heimamenn stoppuðu okkur og spurðu hvort við værum kannski villt í þorpinu en voru fljótir að flýja þegar við sögðumst bara vera að rífast um þak-týpur, þeim fannst það greinilega ekki alveg normal. Enda höfum við sjaldan verið flokkuð undir ,,normal".
Algjörlega frábært kvöld með afmælisbarninu og það besta auðvitað að hann var sáttur. Æj, stundum verður maður bara að gera eitthvað öðruvísi til að lífga upp á tilveruna og það tókst sko rækilega þennan dag. Svo á ég líka bara svo bráðskemmtilega fjölskyldu sem kemur manni í gott skap :)
Ást Kristín