Loksins, loksins hafði ég tök á að vera almennilega viðtsödd á Gay Pride! Ég held hreinlega að ég hafi ekki upplifað Gay Pride síðan ég var unglingur. Ég hef oftar en ekki verið að vinna og þá mjög oft út á landi og því misst af allri gleðinni. En í ár var engin ástæða til að mæta ekki og váááá... þetta var æði og ekki skemmdi sólin fyrir :)
| Ó svo mikið af litum |
Við mæðgur skelltum okkur saman. Vorum næstum eins klæddar og það alveg óvart, ferskjulitaðar og fínar, litríkar eins og okkur einum er lagið. En hey, ef þetta er ekki dagurinn til að vera litríkur þá veit ég ekki hvaða dagur er það! Við vorum fáránlega heppnar með staðsetningu, stóðum á horninu á Sóleyjargötu og Bragagötu. Ekkert of margt fólk og því sá maður allt svo vel og gat svo auðveldlega fylgt elsku Palla og sungið með honum á leið niður alla Lækjargtötu.
| Við mæðgur í stíl í sólinni |
| Dragdrottning og dragkóngur Íslands |
| Séra Hjörtur Magni var ferskur |
Ooo já, elsku Palli, hann er svo mikill kóngur. Þessi 10 m svanur, þessi búningur, þessir dansarar, þessi lög, þessir textar og þessi endalausa orka og gleði í honum gerir næstum út af við mann.
Hann er bara maðurinn... enda sögðu bara allir um leið og það sást í vagninn hans ,, hann er að koma" og það spurði enginn ,,hver?"
| Elsku besti Páll Óskar |
| Mæðgu-selfie með Palla í bakgrunn |
Ég þakkaði guði fyrir að vera með fínu Ray-in mín á meðan gangan fór framhjá. Hormónarnir létu á sér kræla og ég þurfti að berjast við tárin þegar allt þetta fallega fólk gekk, já eða dansaði, framhjá!
Þetta er svo mögnuð hátíð, hún kemur svo mikilvægum skilaboðum til skila en á jákvæðan og skemmmtilegan hátt.
Í lok göngunnar fengum við mæðgur algjörlega brilliant hugmynd, að finna okkur sæti úti á kaffihúsi í bænum. Það voru bara því miður nokkrir aðrir sem fengu sömu hugmynd og það var allt troðið. Við fengum því bara miklu betri hugmynd. Fengum pabba til að sækja okkur og gæddum okkur á dýrindis veitingum á Café Aðallandi um leið og við sleiktum sólina á svölunum. Veðursældin í elsku Fossvogi verður seint toppuð!
| sko, hver þarf kaffihús í bænum þegar Fossvogurinn býður upp á kræsingar? |
Á meðan við biðum eftir pabba nýttum við sólina og fallega bakgrunninn sem Tjörnin býður upp á og tókum smá bumbumyndir. Já, það styttist í frumburðinn, ekki nema um 3 mánuðir í að við verðum foreldrar.... spennandi! :)
| Jájá, bumbudaman stækkar ört og lætur mömmu sína reglulega vita af sér með smá spörkum :) |
Áfram Gay Pride!!
Ást Kristín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli