Í tilefni þess að í gær var fyrsti dagurinn minn sem mastersnemi í HÍ, að í dag séu 10 vikur í settan dag hjá bumbudömunni og að Kjartan sé á vinnudjammi (já, á þriðjudegi og já, hann vinnur á týpískri 8-16 skrifstofu - allt eðlilegt við þetta) þá ákvað ég að halda Dekurkvöld Kristínar í kvöld.
Dekurkvöldið byrjaði reyndar frekar snemma, eða um leið og ég lauk vinnudeginum. Ég átti leið í Kringluna og ákvað að kíkja nú á nýju Vero Moda búðina sem allir eru að tala um (eða öllu heldur að blogga um) og gekk alveg óvart út með nýja peysu - en hey, þetta er svona ekta skólapeysa fyrir mastersnemann og passar svona líka vel við bumbuna - ég gat auðvitað ekki annað en skellt í einu "mátunarklefa-selfie"
| Er hún ekki kósý? |
Næsti liður dekurkvöldsins var heimsókn í Seltjarnarneslaug sem er orðin frekar daglegur viðburður - svo gott að liðka allt til. Ég tapaði mér aðeins í nuddpottinum og kom alveg endurnærð upp úr :)
Um leið og heim var komið gæddi ég mér á gómsætum ,,ekkert hrátt, takk"-sushibakka frá Tokyo sushi...sleeefff
| nammi gott... |
Núna sit ég södd og sæl eftir sushið mitt og sjúkt ready í allt alvöru dekrið... mmm..., meira að segja komin með snúð í hárið og í kósýgallann
| Þið fáið bara að sjá snúðinn, ekki kósýgallann |
Ekki að ég vilji gera ykkur abbó, en hér er svona sýnishorn af því gúrm stöffi sem notað verður í Traðarbúð í kvöld:
| Alvöru fótadekur coming up... |
| Andlitsmaski, Blue Lagoon og litur á augabrúnir djös skvísa sem ég verð í fyrramálið, ekki satt? |
| Að lokum verður þessari makað út um allan líkama....mmm svo mjúkt og gott |
Já, djöfull er ég sjúkt til'í'etta! Vona að ég hafi gert ykkur allavega smá abbó ;)
En ég er hér með dottin í dekrið.
Njótið kvöldsins
Ást Kristín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli