Góðan dag kæru lesendur :)
Dagurinn minn byrjaði líka svona hressandi. Kl. 08:45 fór lúðrasveit í gang ásamt hristum og bjöllum. Einum of glaðir nágrannar í næsta húsi komnir út á svalir með heila hljómsveit til að hvetja hlaupara dagsins áfram. Okkur fannst þetta nú einum of snemmt. En maður má nú ekki kvarta of mikið þegar fólk er svona duglegt að hlaupa og hlaupa.
Ég sýndi nú smá stuðning og fór út á svalir og tók upp eins og eitt Snapchat en fór inn fljótt aftur og útbjó gúrm morgunverð og settist við tölvuna. Um að gera að nýta tímann fyrst maður er á annað borð vaknaður til að blogga, ekki satt?
| Hversu gúrm? innihald: Vanilluskyr, banani, bláber, chia fræ og súkkulaðispænir |
Þetta er ekkert smá magn af hlaupurum, sérstaklega í 10 km, strollan var endalaus hérna niður Suðurgötuna. Og litagleðin í takt við það. Ég fíla það svo í botn hvað það er í tísku að vera í crazy litríkum íþróttafötum. Finnst bara að þessi litagleði eigi að færast yfir í hversdagsfatnaðinn líka, ekki þennan endalausa svarta lit sem Íslendingar fá greinilega ekki nóg af. Áfram litir!
| æj ok, þetta er mynd síðan í fyrra, þá var ég með mega metnað og fór út og öskraði og klappaði, en þetta er pretty much the same nema litagleðin var enn meiri í ár. LOVE IT! |
Þó ég sé auðvitað stolt af öllum hlaupurum dagsins, þá er nú samt einn sem er án efa sigurvegari dagsins í mínum huga. Það er hún elsku Una Margrét mín sem gerði sér ekki lítið fyrir en tók þátt í 42 km boðhlaupi fyrir hönd sunddeild KR. Hópurinn hljóp til styrktar Von, félags skjólstæðinga á gjörgeisludeild LSH. Hún er sko ekki nema 12 ára gömul daman, vá hvað ég var langt frá því að skella mér í 10 km hlaup á þeim aldri. Ok, ekki það að ég hafi komist eitthvað mikið nær því í seinni tíð. Mig hryllir við tilhugsuninni um blessaðan Tjarnarhringinn í MR sem var ekki nema 2 km, svo 10 km eru faaaaar away. En það þýðir bara að ég fyllist þúsund sinnum meira stolti að sjá Unu Margréti rústa þessu eins og öllu öðru sem hún tekur sér fyrir hendur. Ég er að segja ykkur það - hún er one of a kind.
![]() |
| Eru þið að tékka á þessum snilling? Þarna eru hún rétt áður en hún lagði af stað, sjúklega tilbúin í allt. Mmmm...Búllan... nei bíddu - Áfram Una! |
![]() |
| Hún er sko enginn nýgræðingur - hérna er hún að klára 3km í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 - ekki nema 10 ára! |
En jæja, nóg um hlaup, verð bara móð við skrifin ein og sér. Þá er það næsta mál á dagskrá; Menningarnótt. Ég er tvisvar búin að prófa að fara inn á heimasíðuna (www.menningarnott.is) til að skoða dagskrána og sjá hvað er mest áhugavert. En ég hef í bæði skiptin næstum fallið í yfirlið - magnið er svo gífurlegt. Hvar á maður að byrja? Endalausar uppákomur, gjörningar, sýningar, veitingar út um allan bæ.
Ætla að prófa einu sinni enn - ef það tekst ekki þá kemur plan B sterkt inn - að þræða öll vöfflukaffi bæjarins - finn að ég þarf smá orku eftir að hafa fylgst með öllum hlaupurunum.
![]() |
| mmmm.... vaffla |
Njótið dagsins elskur
Ást - Kristín



Engin ummæli:
Skrifa ummæli