Ooo... það jafnast ekkert á við huggulega kvöldstund með góðum vinkonum. Það er svo nærandi að hlæja dátt og slúðra í góðra vina hópi.
| kerti, nammi og vinkonur, verður það betra? |
Ég fékk frábæru Kennó-vinkonur mínar til mín í kvöld, eða þær sem komust með stuttum fyrirvara í miðju sumarfríi. Við sátum og spjölluðum um barneignir, námið og líkbrennslur.... þið vitið, the usual!
Ég er ekki barnabarn Auðbjargar Björnsdóttur fyrir ekki neitt og bauð því dömunum upp á kræsingar, já, já, daman skellti upp svuntu í dag og bakaði eins og alvöru húsmóðir.
| Grænt þema í gangi í eldhúsinu |
Ég leitaði auðvitað til uppáhalds matarbloggarans míns, Evu Laufeyjar Kjaran, þegar koma að því að velja kræsingarnar.
Þessar tvær uppskriftir urðu fyrir valinu (klikkið á nafnið til að sjá uppskriftina):
Besta eplabakan með salthnetum og ljúffengri karamellusósu
| Eplabakan nýkomin úr ofninum og vinkonur í bakgrunn að spjalla |
Þessi rann ljúft ofan í dömurnar með karamellusósu og vanilluís. Ég elska allan bakstur sem er einfaldur en samt góður og þetta er gott dæmi um það.
Rjómaostasúkkulaðibitaoreo smákökur
| Ok, mínar lúkka engan veginn jafn vel og Evu Laufeyjar, en hey, maður reynir allavega! Svo er möst að hafa Nóa Kropp! |
Hver elskar ekki Oreo? Þessar mistókust því miður aðeins hjá mér, fyrri platan var aðeins of lengi í ofninum :/ æj maður er nú bara mannlegur. En gómsætar eru þær nú samt. Stelpurnar voru nú ekki alveg nógu duglegar að gúffa þær í sig svo ég býð bara samstarfsfólkinu upp á þær með kaffinu á morgun, þar er fólk alltaf til í gúmmelaði.
Svona kvöld eru málið!
Ást Kristín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli