miðvikudagur, 23. júlí 2014

Yndislega París - júní 2014

Í lok júní skelltum við Kjartan okkur til Parísar í nokkra daga. Ekki að maður þurfi almennt ástæða til að heimsækja París en þá var meginástæðan sú að góðvinur minn, Ben, frá Ástralíu, var staddur á sama tima í borginni. Hann og kærastan hans Rose skelltu sér í Europe-trip og heimsóttu þessar helstu borgir svo við nýttum tækifærið og völdum þá sem okkur fannst mest spennandi og hittum þau á "miðri" leið.

Við Ben vorum saman í lýðháskóla í Danmörku haustið 2006. 
Sjá okkur - ung og saklaus
Við höfum sem sagt ekki hist síðan 12. janúar 2007, þegar hann snéri heim eftir skóladvölina. Við höfum verið dugleg að halda sambandi í gegnum árin, t.d. með gamaldags jólakortaskrifum, litlum pakkasendingum og svo bara internetið. Það var því algjörlega kominn tími á að við hittumst, enda 7 ár alltof langur tími!

Alvöru Íslendingar láta ekki útsölur framhjá sér fara
En svo við snúum okkur aftur að París - ó  elsku París. París sveik okkur sko ekki.
Hún bauð upp á fallegt veður (ok smá rigningu), ferska ávexti, stórkostlegar byggingar, góðan mat, huggulegar samverustundir með skemmtilegum vinum, crépes með Nutella og útsölur í H&M, hvað getur maður beðið um meira?

mmm... ferskir ávextir á hverjum morgni
















Ég hef bara einu sinni áður komið til Parísar og það í 1/2
 sólarhring, var veðurtept þar og sá bara Eiffel turninn í miklu flýti á leið út á völl. Kjartan, Ben og Rose hafa öll komið áður, þó aðallega Ben sem talaði um 13 skipti - 
(hann játaði að hafa verið dekrað barn enda ekkert grín að skreppa til Parísar frá Ástralíu!!)
En það var bara snilld að hafa einhvern sem þekkti borgina vel og gat verið "tour guide" :)
Ekki það, metro-systemet er fáránlega einfalt um leið og maður fattar það og svo var ég með brilliant offline-map í símanum svo við gátum ekki týnst!

Við leigðum okkur krúttlega íbúð á Airbnb í 11. hverfi fyrir skid og ingenting. Vorum mjög sátt með staðsetninguna og íbúðina, fyrir utan kannski sturtuna sem Kjartan flokkaði sem jafnslæma sturtu og þær sem hann prófaði í Kenýa... jább... það kalla ég slæma sturtu.

Jæja, er ekki bara best að leyfa myndunum að tala sínu máli?

Krúttlega portið okkar

Gráa hurðin inn í portið okkar - bakaríið ekki langt undan


Einhvers staðar í grenndinni var Oscar Wilde jarðaður - við fundum hann ekki - ég veit, lélegt!

Súkkulaði paradís


Vinir drekka :)

Vinir túristast 

Myndarlegir herramen snæða ítalskt í Frakklandi

Við erum alltaf svo eðlileg - eða þá aðallega ég

æj þau eru eitthvað svo sæt og yndisleg þessi tvö

Hr. kokteill


Crépeeeees og Nuteeellla - hversu gott?

Ein sjúkt hamingjusöm með steikina sína

Æðislegt steikhús - Unico

Eiffel-selfie






Það var skálað við öll tækifæri

Beðið eftir meira Crépes... smjatt

 Já, ég endurtek, ó París. Hún stóð svo innilega fyrir sínu. Svo gaman að hitta Ben og Rose loksins og njóta þess að vera saman. Næst á dagskrá er að safna fullt af peningum og skella sér til þeirra í Canberra :)

ást Kristín

2 ummæli:

  1. Okei, þessi kirkjugarður er náttúrlega höfuðverkur ævi minnar!! Við Sigga löbbuðum þarna um í heila eilífð, fundum samt á endanum Oscar og fleiri góða ;)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hahaha... segðu - ég var svo viss um að það yrði ekkert mál að finna þessa kauða, en neinei, labbaði bara í einhverja hringi og fann ekkert :P

      Eyða