Er ekki bara haustið mætt með sinni yndislegu rigningu, fjúkandi laufum, kertaljósum og síðast enn ekki síst blessaðri rútínunni. Tíminn líður stundum einum of hratt og mér finnst alveg ótrúlegt að það sé kominn september og háskólalífið hafið enn og aftur.
Ég sé enga ástæðu til að breyta venjum mínum þó ég sé orðinn mastersnemi og var því ekki lengi að skella mér í Hámu í Stakkahlíð, kaupa mér uppáhaldið - jarðaberja-mintu-smoothie og focaccia með mozzarella, pestó og tómat, setjast við eitt af hringborðunum í Fjöru og þykjast vera metnaðarfull að læra en í raun bara að vafra um netið og spjalla við samnemendur sem áttu leið hjá.
| ok kannski frekar illa valinn filter - drykkurinn er sko eldrauður og fallegur, þið verðið bara að trúa mér! |
Þó það séu ekki nema rétt tvær vikur liðnar af skólanum þá sé ég nú samt nú þegar fram á töluvert massívara og þyngra nám en áður. Enda kannski ekki skrítið þegar maður er kominn í mastersnám. Jaa, málið er aðallega að mér sýnist aðalálagið liggja á sjálfri mér, þ.e. það er ekki mikil mæting en í staðinn verð ég að vera dugleg heima við að lesa fullt af misáhugaverðu efni og skrifa um það misskemmtilega texta. Úff... gallinn er bara að það er svo margt miklu skemmtilegra til að gera heima við, t.d. bara sofa, horfa á sjónvarpið eða lesa eitthvað allt annað en skólabækur. En hey, no turning back now, áfram Kristín mastersnemi! Vúhú
Ást Kristín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli