Þar sem ég hef alltaf litið á sunnudaga sem hina týpísku leikhúsdaga fannst mér tilvalið að hella mér ofan í bæklinginn frá Borgarleikhúsinu í dag. Það var kominn tími á að velja hvaða fjögur leikverk fengju þann heiður að vera á mínu áskriftarkorti í ár. Ég er nú seinni til en ég er vön en maður getur ekki gert allt strax.
Ég elska leikhús. Ég er alltaf á barmi þess að breyta um starfsframa þegar ég fer í leikhús. Það leynist nefnilega í mér lítill leikari sem bankar oft á dyr þegar ég skelli mér í leikhús eða sé góða íslenska bíómynd í sjónvarpinu. Ég held að það sé alveg ótrúlega gaman að vera leikari eða leikkona en um leið alveg fáránlega erfitt. Þú þarft svo sannarlega að hafa trú á sjálfum þér og vera duglegur að koma þér á framfæri. Þetta gerist ekkert á einni nóttu. Ég alveg dáist að íslenskum leikurum og þakka þeim reglulega (aðallega í huganum) fyrir að nenna þessu striti svo ég komist í leikhús með lakkrískonfekt í plastpoka sem skrjáfar ekki í.
Það er bara eitthvað við þessa upplifun og þá ekki bara leiksýninguna sjálfa heldur allt konseptið sem ég elska. Leikhús er svona spari-bíó. Maður skellir sér í pínku fínni föt, setur á sig varalit og gerir svona alvöru kvöld úr þessu. Leiksýningarnar eru svo auðvitað misgóðar og þær eru margar en það kemur samt, sem betur fer, sárasjaldan fyrir að ég gangi óánægð út úr leikhúsinu. Það er bara svo hollt að fara í leikhús og hlæja og gráta og ganga út með hausinn fullan af spurningum og vangaveltum um lífið og tilveruna. Ég segi og skrifa það - Leikhús er snilld!
En aftur að áskriftarkortinu mínu. Ég er enginn nýgræðingur þar þrátt fyrir ungan aldur ( ég segi ungan aldur þar sem sumir flokka leikhús sem eitthvað fyrir gamalt fólk.) Ég komst upp á lagið með þetta þegar ég vann kort í einhverjum leik hjá bankanum mínum fyrir örugglega fimm árum. Síðan þá hef ég alltaf átt kort, ja nema í fyrra en þá bjó ég líka í Danmörku hálft leikárið.
Leikárið í Borgarleikhúsinu virkar mjög spennandi, uppfullt af áhugaverðum og fjölbreyttum sýningum. Eftir þó nokkrar vangaveltur og samræður við foreldra mína (sem eru my official theatre-buddies) þá komst ég að niðurstöðu og er nú stoltur eigandi að áskriftarkorti í Borgarleikhúsið fyrir veturinn 2014-2015 :) (og já, ég veit að ég á von á barni og hef kannski ekki allan tímann í heiminum til að skella mér í leikhús en hey, til hvers eru þessir pabbar ef ekki til að passa barnið sitt á meðan mamman hendist í leikhús?)
Sýningarnar sem urðu fyrir valinu eru:
Seinna verkið er Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttir sem er sett á svið af leikhópnum Sokkabandinu sem Elma Lísa og Arndís stofnuðu saman fyrir mörgum árum. Verkið fjallar um æskuvinkonur sem hittast aftur eftir margra ára aðskilnað - sjúklega djúsí! Ég er að segja ykkur það, þessi bransi er mikið hark en ég á svo brjálæðislega duglega mágkonu sem gerir hlutina bara sjálf í stað þess að sitja heima við símann og bíða eftir stóra tækifærinu. Hún er mögnuð!
,,Þrjár vinkonur sem eru ekki vinir á Facebook hittast og dreka landa"
Guð, ég hlakka svo til að fara í leikhúsið. Leikárið mitt byrjar 2.okt með Gaukum, get ekki beðið!
Ég mæli auðvitað eindregið með því að þið skellið ykkur öll í leikhús í vetur, allavega á eins og eina sýningu! Áfram leikhús!
Ást Kristín
Það er bara eitthvað við þessa upplifun og þá ekki bara leiksýninguna sjálfa heldur allt konseptið sem ég elska. Leikhús er svona spari-bíó. Maður skellir sér í pínku fínni föt, setur á sig varalit og gerir svona alvöru kvöld úr þessu. Leiksýningarnar eru svo auðvitað misgóðar og þær eru margar en það kemur samt, sem betur fer, sárasjaldan fyrir að ég gangi óánægð út úr leikhúsinu. Það er bara svo hollt að fara í leikhús og hlæja og gráta og ganga út með hausinn fullan af spurningum og vangaveltum um lífið og tilveruna. Ég segi og skrifa það - Leikhús er snilld!
En aftur að áskriftarkortinu mínu. Ég er enginn nýgræðingur þar þrátt fyrir ungan aldur ( ég segi ungan aldur þar sem sumir flokka leikhús sem eitthvað fyrir gamalt fólk.) Ég komst upp á lagið með þetta þegar ég vann kort í einhverjum leik hjá bankanum mínum fyrir örugglega fimm árum. Síðan þá hef ég alltaf átt kort, ja nema í fyrra en þá bjó ég líka í Danmörku hálft leikárið.
Leikárið í Borgarleikhúsinu virkar mjög spennandi, uppfullt af áhugaverðum og fjölbreyttum sýningum. Eftir þó nokkrar vangaveltur og samræður við foreldra mína (sem eru my official theatre-buddies) þá komst ég að niðurstöðu og er nú stoltur eigandi að áskriftarkorti í Borgarleikhúsið fyrir veturinn 2014-2015 :) (og já, ég veit að ég á von á barni og hef kannski ekki allan tímann í heiminum til að skella mér í leikhús en hey, til hvers eru þessir pabbar ef ekki til að passa barnið sitt á meðan mamman hendist í leikhús?)
Sýningarnar sem urðu fyrir valinu eru:
,,Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparkstur"
Helstu ástæður vals: Leikarar í miklu uppáhaldi, heyrði ótrúlega gott um sýninguna Rautt sem þeir léku í í fyrra.
Helstu ástæður vals: Hef hingað til verið hrifin af verkum eftir Ibsen, flottir leikarar og ekta tilfinningarússíbani um mannlegar tilfinningar sem ég elska.
Helstu ástæður vals: Held ég þurfi ekkert að útskýra mál mitt - þetta er Billy Elliot!
,,Sum svik eru svo stór að þau verða ekki grafin"
Helstu ástæður vals: Kristbjörg Kjeld, íslensk fjölskyldudramatík af bestu gerð sem ég dýrka og Hilmir Snær leikstýrir.
Svo eru tvær sýningar enn á sýningarskrá sem ég mun hiklaust fara á enda fer fallega mágkona mín, Elma Lísa, með hlutverk í þeim. Annað er verkið Ekki hætta að anda eftir Auði Övu rithöfund um konur og tilfinningar, leikið af fjórum fallegum íslenskum konum - Spennandi! Það er leikhópurinn Háaloftið sem stendur að sýningunni sem setti einmitt á svið verkið Útundan í vor sem var alveg frábært.
,,Þær elskuðu allar manninn sem dó áður en tattúið krumpaðist"
,,Þrjár vinkonur sem eru ekki vinir á Facebook hittast og dreka landa"
Guð, ég hlakka svo til að fara í leikhúsið. Leikárið mitt byrjar 2.okt með Gaukum, get ekki beðið!
Ég mæli auðvitað eindregið með því að þið skellið ykkur öll í leikhús í vetur, allavega á eins og eina sýningu! Áfram leikhús!
Ást Kristín



















