mánudagur, 22. september 2014

Leikhús leikhús leikhús

Þar sem ég hef alltaf litið á sunnudaga sem hina týpísku leikhúsdaga fannst mér tilvalið að hella mér ofan í bæklinginn frá Borgarleikhúsinu í dag. Það var kominn tími á að velja hvaða fjögur leikverk fengju þann heiður að vera á mínu áskriftarkorti í ár. Ég er nú seinni til en ég er vön en maður getur ekki gert allt strax.


Ég elska leikhús. Ég er alltaf á barmi þess að breyta um starfsframa þegar ég fer í leikhús. Það leynist nefnilega í mér lítill leikari sem bankar oft á dyr þegar ég skelli mér í leikhús eða sé góða íslenska bíómynd í sjónvarpinu. Ég held að það sé alveg ótrúlega gaman að vera leikari eða leikkona en um leið alveg fáránlega erfitt. Þú þarft svo sannarlega að hafa trú á sjálfum þér og vera duglegur að koma þér á framfæri. Þetta gerist ekkert á einni nóttu. Ég alveg dáist að íslenskum leikurum og þakka þeim reglulega (aðallega í huganum) fyrir að nenna þessu striti svo ég komist í leikhús með lakkrískonfekt í plastpoka sem skrjáfar ekki í.

Það er bara eitthvað við þessa upplifun og þá ekki bara leiksýninguna sjálfa heldur allt konseptið sem ég elska. Leikhús er svona spari-bíó. Maður skellir sér í pínku fínni föt, setur á sig varalit og gerir svona alvöru kvöld úr þessu. Leiksýningarnar eru svo auðvitað misgóðar og þær eru margar en það kemur samt, sem betur fer, sárasjaldan fyrir að ég gangi óánægð út úr leikhúsinu. Það er bara svo hollt að fara í leikhús og hlæja og gráta og ganga út með hausinn fullan af spurningum og vangaveltum um lífið og tilveruna. Ég segi og skrifa það - Leikhús er snilld!


En aftur að áskriftarkortinu mínu. Ég er enginn nýgræðingur þar þrátt fyrir ungan aldur ( ég segi ungan aldur þar sem sumir flokka leikhús sem eitthvað fyrir gamalt fólk.) Ég komst upp á lagið með þetta þegar ég vann kort í einhverjum leik hjá bankanum mínum fyrir örugglega fimm árum. Síðan þá hef ég alltaf átt kort, ja nema í fyrra en þá bjó ég líka í Danmörku hálft leikárið.
 Leikárið í Borgarleikhúsinu virkar mjög spennandi, uppfullt af áhugaverðum og fjölbreyttum sýningum. Eftir þó nokkrar vangaveltur og samræður við foreldra mína (sem eru my official theatre-buddies) þá komst ég að niðurstöðu og er nú stoltur eigandi að áskriftarkorti í Borgarleikhúsið fyrir veturinn 2014-2015 :) (og já, ég veit að ég á von á barni og hef kannski ekki allan tímann í heiminum til að skella mér í leikhús en hey, til hvers eru þessir pabbar ef ekki til að passa barnið sitt á meðan mamman hendist í leikhús?)

Sýningarnar sem urðu fyrir valinu eru:


,,Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparkstur"
Helstu ástæður vals: Leikarar í miklu uppáhaldi, heyrði ótrúlega gott um sýninguna Rautt sem þeir léku í í fyrra.


Helstu ástæður vals: Hef hingað til verið hrifin af verkum eftir Ibsen, flottir leikarar og ekta tilfinningarússíbani um mannlegar tilfinningar sem ég elska.


Helstu ástæður vals: Held ég þurfi ekkert að útskýra mál mitt - þetta er Billy Elliot!


,,Sum svik eru svo stór að þau verða ekki grafin"
Helstu ástæður vals: Kristbjörg Kjeld, íslensk fjölskyldudramatík af bestu gerð sem ég dýrka og Hilmir Snær leikstýrir.

Svo eru tvær sýningar enn á sýningarskrá sem ég mun hiklaust fara á enda fer fallega mágkona mín, Elma Lísa, með hlutverk í þeim. Annað er verkið Ekki hætta að anda eftir Auði Övu rithöfund um konur og tilfinningar, leikið af fjórum fallegum íslenskum konum - Spennandi! Það er leikhópurinn Háaloftið sem stendur að sýningunni sem setti einmitt á svið verkið Útundan í vor sem var alveg frábært.


,,Þær elskuðu allar manninn sem dó áður en tattúið krumpaðist"

Seinna verkið er Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttir sem er sett á svið af leikhópnum Sokkabandinu sem Elma Lísa og Arndís stofnuðu saman fyrir mörgum árum. Verkið fjallar um æskuvinkonur sem hittast aftur eftir margra ára aðskilnað - sjúklega djúsí! Ég er að segja ykkur það, þessi bransi er mikið hark en ég á svo brjálæðislega duglega mágkonu sem gerir hlutina bara sjálf í stað þess að sitja heima við símann og bíða eftir stóra tækifærinu. Hún er mögnuð!


,,Þrjár vinkonur sem eru ekki vinir á Facebook hittast og dreka landa"

Guð, ég hlakka svo til að fara í leikhúsið. Leikárið mitt byrjar 2.okt með Gaukum, get ekki beðið!
Ég mæli auðvitað eindregið með því að þið skellið ykkur öll í leikhús í vetur, allavega á eins og eina sýningu! Áfram leikhús!

Ást Kristín

laugardagur, 20. september 2014

Kósýkvöld í kvöld

Já, elskur, það er lítið um djamm og djús hjá okkur hjúum þessa dagana. Laugardagskvöld eins og þessi fara því oftast nær bara í kózýkvöld og afslöppun. Svona er allavega staðan í Traðarbúð þessa stundina:




Kertaljós, Mix, kruðerí og Maggi mörgæs er allt sem þarf fyrir kózýkvöld.
Og jú, svo þarf líka eins og eina bíómynd. Í þetta sinn varð þessi klassíker fyrir valinu, horfðum á þá fyrstu um daginn - slow motion maraþon í gangi :)


Njótið kvöldsins hvort sem það fer í stuð eða rólegheit :)
Ást Kristín


Þessi áhrifagjarna !

Talandi um að vera áhrifagjarn. 
Ég vaknaði bara sallaróleg í morgun og ætlaði bara að skella í daglega hafragrautinn og ekkert vesen. En áður en ég næ að skella pottinum á helluna fæ ég Snapchat frá góðri vinkonu í Danmörku. Eins og algengt er þá var þetta "matar-snapp". Mín að koma af laugardagsæfingu að fá sér hrökkbrauð með eggjum og svo þennan líka mega girnó smoothie. Hvað gerir þessi áhifagjarna? Jújú, hendir haframjölinu inn í skáp aftur og skellir í staðinn eggjum í pottinn, sem hún bara varð að fá eftir að hafa séð Snappið! 
Á meðan eggin suðu rótaði ég eins og óð í frystinum að einhverju sem gæti orðið að rauðum smoothie, það tókst bara nokkuð vel eftir rót í "stóra" frystinum minum.

Og viti menn, korteri síðar sit ég, þessi áhrifagjarna, ægilega sæl með mig og fína morgunmatinn minn. (Ég er ekkert að bömmerast yfir því að vera ekki búin að taka laugardagsæfingu á undan eins og vinkonan, því sko, ég er ólétt, ekki hún ;) ).

Er þetta ekki bara sjúkt girnó?
Ég er mjög sátt með smoothie-inn. Þeir lúkka alltaf svo bjútífúl ef maður á einhver rauð/bleik ber. En það er nú ekkert svo margt í honum, bara það sem ég fann í tryllta frystisrótinu.

Snapchat-smoothie
500 ml ískalt íslenskt vatn
1x grænt epli
1x banani
Góð hrúga af frystum, blönduðum berjum (jarðaber, rifsber, bláber og hindber)


Jæja, nú snýr maður sér að smá laugardagstiltekt og almennu laugardagsstússi. 
Njótið helgarinnar!

Ást Kristín

miðvikudagur, 17. september 2014

Veskið tæmt í Hagkaup

Það er alveg ótrúlegt hvað maður á auðvelt með að réttlæta peningaeyðslu sína. 
Líkt og mörg ykkar vita þá var Tax Free helgi í Hagkaup um helgina og þar sem ég nota fremur dýran svitalyktareyði þá nýti ég alltaf tækifærið og gríp eitt stykki til að spara smá. En lét ég það duga? ooo nei... ég gekk út með fullan poka af snyrtivörum sem mig sko vantaði sjúkt mikið! En mér tókst að réttlæta kaupin með ýmsu, aðallega að vörurnar voru allar á 20% afslætti, en líka að mig langaði í þær, Erna Hrund á Reykjavík Fashion Journal sagði að þær væru góðar og að lokum að óléttu-appið í símanum sagði mér að "do something special for yourself".
Ef þetta eru ekki allt góð og gild rök þá veit ég ekki hvað er það ;)

Ég hef í gegnum tíðina ekki eytt miklu í snyrtivörur, bara látið það nauðsynlegasta duga og oftast nær valið ódýrasta kostinn. En undanfarið hef ég aðeins verið að pæla meira í þessu, sérstaklega andlitsvörum, svona til að húðin mín sé ekki öll í rugli. Viti menn, ég hef hægt og rólega fundið vörur sem ég fíla og ég sé mun á húðinni sem ég í raun hélt ekki að væri hægt. Stóð svolítið í þeirri trú að krem væri bara krem en það var víst smá rangt en það þýðir samt ekki að dýrt krem sé alltaf betra en ódýrt krem og guð hvað ég var fegin að uppgötva það. En þessi nýja hugsun mín hefur samt skilað sér í smá meiri eyðslu í snyrtivörur sem ég hef ákveðið að sætta mig við, í staðinn er ég ánægðari með húðina og lífið :) Ég skrifa kannski einn daginn færslu um uppáhalds kremin mín sem eru búin að breyta viðhorfi mínu :)

En svo við snúum okkur aftur að eyðsunni í Hagkaup þ.e. nýju fallegu snyrtivörunum mínum.
Allt góssið saman komið 
Ég keypti svona sitt lítið af hverju, flest allt sem ég var búin að kynna mér áður og láta mig dreyma um. Maður lætur svo auðvitað draumana bara rætast þegar 20% afsláttur mætir á svæðið  - haha... hversu íslensk er ég? Að tapa mér yfir 20% afslætti - fullkomlega eðlilegt!

Real Techniques - Miracle complexion sponge
Er búið að langa svolítið lengi í þennan krúttlega sponge. Eða í raun um leið og ég prófaði fyrsta Real Techniques burstann minn þá langaði mig í þá alla. En sponge-inn var einhverra hluta vegna ofar á listanum en hinir. Mig langaði í eitthvað gúrm til að bera foundation á mig, t.d. Miracle skin cream-ið mitt og CC-kremið mitt. Búin að prófa að nota hann tvisvar og enn sem komið er er hann æði!


Real Techniques - shading brush
Meira Real Techniques vúhú! Í þetta sinn er það bursti úr augnfarðalínunni. Ég keypti mér stærri týpuna í vor og hún er mesta snilldin, hef aldrei átt eins auðvelt með að skella á mig augnskugga og hann verður í þokkabót mega flottur. Ég ákvað samt að bæta þessum við, upp á svona meira details stöff. Treysti því að hann verði jafn mikið æði og hinn.

Maybelline - Baby Lips - Cherry Me & Peppermint
Eiga ekki næstum allir allavega einn Baby Lips? Mig langar í alla, í raun bara "aðþvíbara" en líka því minn fyrsti hefur reynst mér vel svo ég ákvað að bæta í safnið.

Neutrogena - Visibly 2-in-1
Veit nú sáralítið um þessa vöru - langaði aðallega í eitthvað krem sem ég gæti notað sem maska við og við í stað þess að þurfa alltaf að kaupa maska í bréfi - sko, aðeins að spara ;)

Bronzing Powder frá Gosh og Deodorant frá Biotherm
Ég keypti sólarpúður í Sephora í París í sumar sem er ekki alveg að skila því sem ég vonaðist eftir svo ég greip eitt hefðbundið frá Gosh með í Hagkaup og nota þau núna saman og það virkar bara vel :) 
Og að lokum er það svo ástæða Hagkaups-ferðarinnar, Biotherm deodorantinn. Ég dýrka hann! Var alltaf að prófa nýjan og nýjan, ódýra aðallega og þeir skiluðu bara verri lykt ef eitthvað var. Svo ég ákvað einn daginn á leið í gegnum fríhöfnina að splæsa í einn svona og síðan er ekki aftur snúið.

Áfram Tax Free! Áfram Hagkaup!

Ást Kristín 


föstudagur, 12. september 2014

End of an era...

Í dag var merkisdagur. Ég vann minn síðasta dag hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, allavega í bili. Alltaf skrýtið að vinna svona síðasta vinnudag, frekar óraunverulegt og manni finnst nú bara eins og maður sé að fara mæta aftur á morgun.

So long, Farewell, Auf wiedersehen GJ-Travel (já mér finnst þetta tilefni til að vitna
 í Sound of Music og vera dramatísk)

En  nei, nei, nú tekur bara við afslappelse og undirbúningur fyrir komu erfingjans. Já, og svo háskólanámið. Ég er ekki frá því að þetta mastersnám verði pínku krefjandi, miðað við að ég er rétt komin á aðra viku og er nú þegar nett að bugast undan lestri fræðigreina og verkefnaskrifa. En maður tekur þetta bara á jákvæðninni... vúhú :) 
Gerði samt áhugaverða uppgötvun á leið heim úr vinnunni, þetta er í fyrsta sinn sem ég er "bara" í skóla og ekki að vinna með fyrir utan skiptinámið mitt í DK í fyrra. Maður er náttúrulega ruglaður, alltaf að hamast við að vinna og vinna með öllu þessu námi. En núna ætla ég að njóta þess að vera "bara" í skóla í þessar vikur áður en erfinginn mætir á svæðið, mér skilst nefnilega að það sé pínku jobb sko, svona barn - en maður tekur það auðvitað bara líka á jákvæðninni :)

En aftur að síðasta vinnudeginum, hann var mjög ánægjulegur. Ég sýndi smá metnað og bauð elskulega samstarfsfólkinu upp á kveðjukaffi. Nýtti auðvitað tækifærið og notaði fallega rauða kökudiskinn minn sem ég keypti í Köben síðasta vetur og rauða Babell kökudiska-turninn sem stóri bróðir bauð mér "að passa" fyrir sig.


Ég skellti í krúttlegar gulrótamúffur, sprautaði þær með hvítu kremi og skellti smá krúttlegu gúmmíi ofan á, jájá, allt mjög krúttað. Ég útbjó svo grænmetisbakka með Voga-ídýfu, keypti nýtt brauð í Korninu og rækju- og túnfiskssalat. 
Þetta rann bara nokkuð ljúflega ofan í mannskapinn held ég. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður hættir á svona skemmtilegum og frábærum vinnustað svo ég bara varð að gefa þeim smá að borða.
Smjatt
En það sem toppaði þó þennan síðasta dag var sjúklega krúttlega kveðjustundin sem frábæra samstarfsfólkið mitt hélt fyrir mig. Allt í einu hópuðust allir í kringum skrifborðið mitt, þökkuðu mér fyrir samstarfið og gáfu mér pakka, hversu gaman? Ég elska pakka. Svo fór fram pínku vandræðaleg stund (fyrir mig) þar sem ég stóð í  miðjum hringnum og tók pakkana upp á meðan allir horfðu og biðu. Ég fékk æðislegar gjafir. Rauðan Areaware kertastjaka frá Paul Loebach og svona viðar-hreindýr til að hengja á vegg frá Rocket&Rye. Að lokum fékk ég bless bless-knús frá öllum. Æj, þetta gerði það ekkert auðveldara að hætta, svo frábært fólk :)

Stjakinn smellpassar við kökudiskana, hversu frabært? :)
Restin af deginum fór svo í meðgöngusund, sjúkraþjálfun, smá lærdóm og svo yndislegt hygge með kaffibolla og nýja Hús&híbýli - ég get ekki kvartað.
Og það besta er að á morgun fæ ég að sofa aðeins út og svo er stefnan tekin á Akureyri í mæðgnaferð yfir helgina. What a wonderful life :)

Finnst ég svo grown-up að vera áskrifandi af fullorðnisblaði

Undirrituð ægilega hamingjusöm með þetta allt saman

Ást Kristín





mánudagur, 8. september 2014

Snilld vikunnar

Vúhú... Ég hef hér með ákveðið að skella í vikulegan dagskrárlið, hversu spennandi?
 Þessi vikulegi dagskrárliður hefur fengið nafnið ,,Snilld vikunnar
Gaman!

Ég er ekki frá því að fyrsta snilld vikunnar verði bara ein sú besta í sögu dagskrárliðsins... sko, þá meina ég líka eftir nokkra mánuði þegar það eru komnar margar snilldir.
Í þetta sinn tengist snilld vikunnar að sjálfsögðu meðgöngu - en ekki hvað? Þetta fylgir bara, maður verður bara ósjálfrátt pirrandi gellan sem getur ekki talað eða hugsað um annað en allt sem við kemur meðgöngu og barneignum, sorry með mig.

En ég vona að það séu nú samt einhverjar þarna úti sem finnst pínku gaman að lesa um svona stöff... ég treysti allavega á þær sem eru óléttar eða nýbúnar að vera það eða þá að reyna að verða það :) 

Jæja, best að draga þetta ekki lengur... "Snilld vikunnar" er:

Meðgöngusund
www.medgongusund.is
Sjúkraþjálfarinn minn benti mér á meðgöngusund strax í byrjun sumars en ég var eitthvað treg til, átti ekki bíl til að komast í hádegistíma og fannst kvöldtímarnir of mikið vesen með strætó. Ok, ég játa það, ég var löt. En núna þegar ég er bæði komin með bíl og farin að vera laus um hádegi og á kvöldin þá er ekkert til að stoppa mig. Auk þess sem bumban fer sífellt stækkandi og þreytan magnast og því bara jákvætt að fara í sund.


Ég dreif því í að skrá mig á www.medgongusund.is og borga fyrir 4 vikur í einu. Ég byrjaði svo að mæta síðasta mánudag og mætti alla daga vikunnar nema föstudag og guð minn góður, þetta er svo mikil snilld. Þetta er ægilega notalegt og krúttlegt. Þetta er alls ekkert púl heldur bara djúpar, rólegar og góðar styrktaræfingar fyrir mjaðmagrindina, bakið og fleira. í lok hvers tíma eru svo teygjur eða slökun. Að komast í vatnið er bara svo æðislegt, maður verður svo léttur á sér og nær að slaka vel á sem skilar sér meiri orku yfir daginn. Kennslan fer fram í Grensáslaug mán. og mið. kl.20:00 og þri., fim og fös. kl.12:05.

Ég mæli eindregið með þessu sundi, greiddi 13.000kr fyrir 4 vikur og get mætt 5x í viku, maður bara mætir, þarf ekkert að skrá sig í ákveðna tíma. Stefnan er tekin á að mæta 4-5x í viku allan september og ég reikna með að ég muni fjárfesta í öðrum 4 vikum fyrir október. 
Ég var að koma heim úr mánudagstímanum og get ekki beðið eftir að komast í hádegistímann á morgun!

Áfram meðgöngusund!
Áfram "Snilld vikunnar"


Damn... ég hlakka bara til næstu snilldar
og ég lofa að næsta færsla verður ekki meðgöngutengd :)

Ást Kristín

sunnudagur, 7. september 2014

Uglur uglur uglur

Ég er að tapa mér í einhverri uglu-geðveiki. 
Það eru sætar uglur út um allt!

Hef verið að skoða vegglímmiða til að setja fyrir ofan skiptiborðið í litla barnahorninu (já, horninu, við búum á Stúdentagörðunum = mjög lítið pláss) og eftir nokkra leit var ég allt í einu drukknuð í límmiðum, fötum, húsgögnum o.s.frv. með uglumynstri. Það nýjasta sem ég rakst á er sjúkt krúttleggur ömmustóll með uglum á. 
Áfram Pinterest og sætar uglur:





Ef ég hefði pláss og pening þá fengi litla daman mín sko alvöru uglu-þema-barnaherbergi og yrði svo klædd í ugluföt alla daga, alltaf. Ég bara fæ ekki nóg af þeim, þær eru svo krúttlegar og sætar. 




Er þetta ekki bara of krúttlegt allt saman? ég er ekki frá því að ég sé að "væmnast" upp við þessa meðgöngu. En það er bara ekki annað hægt þegar maður dettur í svona uglu-fjársjóð.

Amazon feilaði þó aðeins þegar kom að því að panta uglu-vegg-límmiða, þeir vildu hvorki senda þá til Íslands né Danmerkur, damn Amazon. En ég dó nú ekki ráðalaus og fann bara aðra sjúkt krúttlega límmiða, reyndar ekki með uglum, en hey, þá get ég bara haft fleira annað með uglumynstri. Límmiðarnir eru á leiðinni til Klöru minnar í DK sem ætlar að vera svo góð og koma með þá til mín, guð hvað ég hlakka til að líma á upp. Stefnan er að það verði lokaskrefið í hreiðurgerðinni miklu.
Hér eru þeir, eru þeir ekki pínku kjút (verst að barnið fylgir ekki með ;))?


Uglusöfnunin mikla er reyndar hafin nú þegar, hófst strax í vor, þegar mamma gaf mér, já eða bumbubúanum sína fyrstu gjöf, krúttlegan uglubangsa frá Náttuglur.


Áfram uglur!

Ást Kristín

laugardagur, 6. september 2014

Húrra Reykjavík



Í gær skelltum við mæðgur okkur á opnun á nýjustu fataverslun bæjarins, Húrra Reykjavik. Húrra Reykjavík er staðsett við Hverfisgötu 50, þar sem Bára bleika var í gamla daga. Verslunin er í eigu Sindra Jenssonar og Jón Davíðs Davíðssonar. Þeir félagar eru mikil tískugúru og hafa lagt mikinn metnað í búðina.


Þeir leggja áherslu á flottan hversdags fatnað fyrir karlmenn. Þeir bjóða upp á mörg flott merki, sum sem hafa sést áður á Íslandi en flest eru ný, t.d. Norse Project, Libertine-Libertine og Komono. Það er svo ótrúlega margt smart hjá þeim. Ég hefði hiklaust getað mætt heim með nokkra fulla poka handa Kjartani! Mér varð líka oftar en einu sinni hugsað til stóra bróður þegar ég gekk í gegnum búðina og skoðaði úrvalið, alveg slatti sem mundi passa inn í hans (nú þegar fulla en sjúklega flotta) fataskáp.




Opnunin var mjög glæsileg, boðið var upp á drykki og eigendurnir gengu á milli og kynntu búðina fyrir gestum og náðu sko alveg að heilla mann með metnaði sínum. Það var líka gaman að fá smá innsýn inn í þennan heim, það liggur sko margt á bakvið svona búð sem maður áttar sig ekki á. Ég hlakka alveg ótrúlega til að fara í heimsókn í Húrra Reykjavík reglulega, svona þegar karlmennirnir í lífi mínu eiga t.d afmæli eða jólin nálgast. 

Geðsjúk Komono úr

Geðveikar buxur og minning Báru bleiku lifir á efstu hilllunni


Sjúkir Nike skór og flottar Norse Project peysur fyrir veturinn
Ég gat nú ekki staðist freistinguna og gekk út með einn poka, svo gaman að kaupa á opnuninni sjálfri. Ég var búin að fylgjast vel með undirbúningi búðarinnar á Instagram og Facebook og var því mjög spennt fyrir opnuninni og var komin með hugmynd fyrirfram um hvað ég ætlaði að kaupa. En ég ætla nú ekki að deila því með ykkur hvað það var sem ég keypti, enda er það afmælisgjöf fyrir Kjartan. Pokinn verður því geymdur á góðum stað þar til 12.október :)

Flottur eigandi, Jón Davíð í miðjunni, á spjalli við gesti  
Hér sést hinn eigandinn, Sindri Jensson


Ég mæli eindregið með að þið skelluð ykkur í heimsókn til þeirra stráka í Húrra Reykjavík sem fyrst og kynnið ykkur þessa glæsilegu nýju verslun og dressið karlmennina ykkar upp.

Ást Kristín