laugardagur, 6. september 2014

Húrra Reykjavík



Í gær skelltum við mæðgur okkur á opnun á nýjustu fataverslun bæjarins, Húrra Reykjavik. Húrra Reykjavík er staðsett við Hverfisgötu 50, þar sem Bára bleika var í gamla daga. Verslunin er í eigu Sindra Jenssonar og Jón Davíðs Davíðssonar. Þeir félagar eru mikil tískugúru og hafa lagt mikinn metnað í búðina.


Þeir leggja áherslu á flottan hversdags fatnað fyrir karlmenn. Þeir bjóða upp á mörg flott merki, sum sem hafa sést áður á Íslandi en flest eru ný, t.d. Norse Project, Libertine-Libertine og Komono. Það er svo ótrúlega margt smart hjá þeim. Ég hefði hiklaust getað mætt heim með nokkra fulla poka handa Kjartani! Mér varð líka oftar en einu sinni hugsað til stóra bróður þegar ég gekk í gegnum búðina og skoðaði úrvalið, alveg slatti sem mundi passa inn í hans (nú þegar fulla en sjúklega flotta) fataskáp.




Opnunin var mjög glæsileg, boðið var upp á drykki og eigendurnir gengu á milli og kynntu búðina fyrir gestum og náðu sko alveg að heilla mann með metnaði sínum. Það var líka gaman að fá smá innsýn inn í þennan heim, það liggur sko margt á bakvið svona búð sem maður áttar sig ekki á. Ég hlakka alveg ótrúlega til að fara í heimsókn í Húrra Reykjavík reglulega, svona þegar karlmennirnir í lífi mínu eiga t.d afmæli eða jólin nálgast. 

Geðsjúk Komono úr

Geðveikar buxur og minning Báru bleiku lifir á efstu hilllunni


Sjúkir Nike skór og flottar Norse Project peysur fyrir veturinn
Ég gat nú ekki staðist freistinguna og gekk út með einn poka, svo gaman að kaupa á opnuninni sjálfri. Ég var búin að fylgjast vel með undirbúningi búðarinnar á Instagram og Facebook og var því mjög spennt fyrir opnuninni og var komin með hugmynd fyrirfram um hvað ég ætlaði að kaupa. En ég ætla nú ekki að deila því með ykkur hvað það var sem ég keypti, enda er það afmælisgjöf fyrir Kjartan. Pokinn verður því geymdur á góðum stað þar til 12.október :)

Flottur eigandi, Jón Davíð í miðjunni, á spjalli við gesti  
Hér sést hinn eigandinn, Sindri Jensson


Ég mæli eindregið með að þið skelluð ykkur í heimsókn til þeirra stráka í Húrra Reykjavík sem fyrst og kynnið ykkur þessa glæsilegu nýju verslun og dressið karlmennina ykkar upp.

Ást Kristín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli