mánudagur, 8. september 2014

Snilld vikunnar

Vúhú... Ég hef hér með ákveðið að skella í vikulegan dagskrárlið, hversu spennandi?
 Þessi vikulegi dagskrárliður hefur fengið nafnið ,,Snilld vikunnar
Gaman!

Ég er ekki frá því að fyrsta snilld vikunnar verði bara ein sú besta í sögu dagskrárliðsins... sko, þá meina ég líka eftir nokkra mánuði þegar það eru komnar margar snilldir.
Í þetta sinn tengist snilld vikunnar að sjálfsögðu meðgöngu - en ekki hvað? Þetta fylgir bara, maður verður bara ósjálfrátt pirrandi gellan sem getur ekki talað eða hugsað um annað en allt sem við kemur meðgöngu og barneignum, sorry með mig.

En ég vona að það séu nú samt einhverjar þarna úti sem finnst pínku gaman að lesa um svona stöff... ég treysti allavega á þær sem eru óléttar eða nýbúnar að vera það eða þá að reyna að verða það :) 

Jæja, best að draga þetta ekki lengur... "Snilld vikunnar" er:

Meðgöngusund
www.medgongusund.is
Sjúkraþjálfarinn minn benti mér á meðgöngusund strax í byrjun sumars en ég var eitthvað treg til, átti ekki bíl til að komast í hádegistíma og fannst kvöldtímarnir of mikið vesen með strætó. Ok, ég játa það, ég var löt. En núna þegar ég er bæði komin með bíl og farin að vera laus um hádegi og á kvöldin þá er ekkert til að stoppa mig. Auk þess sem bumban fer sífellt stækkandi og þreytan magnast og því bara jákvætt að fara í sund.


Ég dreif því í að skrá mig á www.medgongusund.is og borga fyrir 4 vikur í einu. Ég byrjaði svo að mæta síðasta mánudag og mætti alla daga vikunnar nema föstudag og guð minn góður, þetta er svo mikil snilld. Þetta er ægilega notalegt og krúttlegt. Þetta er alls ekkert púl heldur bara djúpar, rólegar og góðar styrktaræfingar fyrir mjaðmagrindina, bakið og fleira. í lok hvers tíma eru svo teygjur eða slökun. Að komast í vatnið er bara svo æðislegt, maður verður svo léttur á sér og nær að slaka vel á sem skilar sér meiri orku yfir daginn. Kennslan fer fram í Grensáslaug mán. og mið. kl.20:00 og þri., fim og fös. kl.12:05.

Ég mæli eindregið með þessu sundi, greiddi 13.000kr fyrir 4 vikur og get mætt 5x í viku, maður bara mætir, þarf ekkert að skrá sig í ákveðna tíma. Stefnan er tekin á að mæta 4-5x í viku allan september og ég reikna með að ég muni fjárfesta í öðrum 4 vikum fyrir október. 
Ég var að koma heim úr mánudagstímanum og get ekki beðið eftir að komast í hádegistímann á morgun!

Áfram meðgöngusund!
Áfram "Snilld vikunnar"


Damn... ég hlakka bara til næstu snilldar
og ég lofa að næsta færsla verður ekki meðgöngutengd :)

Ást Kristín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli