laugardagur, 20. september 2014

Þessi áhrifagjarna !

Talandi um að vera áhrifagjarn. 
Ég vaknaði bara sallaróleg í morgun og ætlaði bara að skella í daglega hafragrautinn og ekkert vesen. En áður en ég næ að skella pottinum á helluna fæ ég Snapchat frá góðri vinkonu í Danmörku. Eins og algengt er þá var þetta "matar-snapp". Mín að koma af laugardagsæfingu að fá sér hrökkbrauð með eggjum og svo þennan líka mega girnó smoothie. Hvað gerir þessi áhifagjarna? Jújú, hendir haframjölinu inn í skáp aftur og skellir í staðinn eggjum í pottinn, sem hún bara varð að fá eftir að hafa séð Snappið! 
Á meðan eggin suðu rótaði ég eins og óð í frystinum að einhverju sem gæti orðið að rauðum smoothie, það tókst bara nokkuð vel eftir rót í "stóra" frystinum minum.

Og viti menn, korteri síðar sit ég, þessi áhrifagjarna, ægilega sæl með mig og fína morgunmatinn minn. (Ég er ekkert að bömmerast yfir því að vera ekki búin að taka laugardagsæfingu á undan eins og vinkonan, því sko, ég er ólétt, ekki hún ;) ).

Er þetta ekki bara sjúkt girnó?
Ég er mjög sátt með smoothie-inn. Þeir lúkka alltaf svo bjútífúl ef maður á einhver rauð/bleik ber. En það er nú ekkert svo margt í honum, bara það sem ég fann í tryllta frystisrótinu.

Snapchat-smoothie
500 ml ískalt íslenskt vatn
1x grænt epli
1x banani
Góð hrúga af frystum, blönduðum berjum (jarðaber, rifsber, bláber og hindber)


Jæja, nú snýr maður sér að smá laugardagstiltekt og almennu laugardagsstússi. 
Njótið helgarinnar!

Ást Kristín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli