föstudagur, 12. september 2014

End of an era...

Í dag var merkisdagur. Ég vann minn síðasta dag hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, allavega í bili. Alltaf skrýtið að vinna svona síðasta vinnudag, frekar óraunverulegt og manni finnst nú bara eins og maður sé að fara mæta aftur á morgun.

So long, Farewell, Auf wiedersehen GJ-Travel (já mér finnst þetta tilefni til að vitna
 í Sound of Music og vera dramatísk)

En  nei, nei, nú tekur bara við afslappelse og undirbúningur fyrir komu erfingjans. Já, og svo háskólanámið. Ég er ekki frá því að þetta mastersnám verði pínku krefjandi, miðað við að ég er rétt komin á aðra viku og er nú þegar nett að bugast undan lestri fræðigreina og verkefnaskrifa. En maður tekur þetta bara á jákvæðninni... vúhú :) 
Gerði samt áhugaverða uppgötvun á leið heim úr vinnunni, þetta er í fyrsta sinn sem ég er "bara" í skóla og ekki að vinna með fyrir utan skiptinámið mitt í DK í fyrra. Maður er náttúrulega ruglaður, alltaf að hamast við að vinna og vinna með öllu þessu námi. En núna ætla ég að njóta þess að vera "bara" í skóla í þessar vikur áður en erfinginn mætir á svæðið, mér skilst nefnilega að það sé pínku jobb sko, svona barn - en maður tekur það auðvitað bara líka á jákvæðninni :)

En aftur að síðasta vinnudeginum, hann var mjög ánægjulegur. Ég sýndi smá metnað og bauð elskulega samstarfsfólkinu upp á kveðjukaffi. Nýtti auðvitað tækifærið og notaði fallega rauða kökudiskinn minn sem ég keypti í Köben síðasta vetur og rauða Babell kökudiska-turninn sem stóri bróðir bauð mér "að passa" fyrir sig.


Ég skellti í krúttlegar gulrótamúffur, sprautaði þær með hvítu kremi og skellti smá krúttlegu gúmmíi ofan á, jájá, allt mjög krúttað. Ég útbjó svo grænmetisbakka með Voga-ídýfu, keypti nýtt brauð í Korninu og rækju- og túnfiskssalat. 
Þetta rann bara nokkuð ljúflega ofan í mannskapinn held ég. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður hættir á svona skemmtilegum og frábærum vinnustað svo ég bara varð að gefa þeim smá að borða.
Smjatt
En það sem toppaði þó þennan síðasta dag var sjúklega krúttlega kveðjustundin sem frábæra samstarfsfólkið mitt hélt fyrir mig. Allt í einu hópuðust allir í kringum skrifborðið mitt, þökkuðu mér fyrir samstarfið og gáfu mér pakka, hversu gaman? Ég elska pakka. Svo fór fram pínku vandræðaleg stund (fyrir mig) þar sem ég stóð í  miðjum hringnum og tók pakkana upp á meðan allir horfðu og biðu. Ég fékk æðislegar gjafir. Rauðan Areaware kertastjaka frá Paul Loebach og svona viðar-hreindýr til að hengja á vegg frá Rocket&Rye. Að lokum fékk ég bless bless-knús frá öllum. Æj, þetta gerði það ekkert auðveldara að hætta, svo frábært fólk :)

Stjakinn smellpassar við kökudiskana, hversu frabært? :)
Restin af deginum fór svo í meðgöngusund, sjúkraþjálfun, smá lærdóm og svo yndislegt hygge með kaffibolla og nýja Hús&híbýli - ég get ekki kvartað.
Og það besta er að á morgun fæ ég að sofa aðeins út og svo er stefnan tekin á Akureyri í mæðgnaferð yfir helgina. What a wonderful life :)

Finnst ég svo grown-up að vera áskrifandi af fullorðnisblaði

Undirrituð ægilega hamingjusöm með þetta allt saman

Ást Kristín





Engin ummæli:

Skrifa ummæli