Ég er að tapa mér í einhverri uglu-geðveiki.
Það eru sætar uglur út um allt!
Hef verið að skoða vegglímmiða til að setja fyrir ofan skiptiborðið í litla barnahorninu (já, horninu, við búum á Stúdentagörðunum = mjög lítið pláss) og eftir nokkra leit var ég allt í einu drukknuð í límmiðum, fötum, húsgögnum o.s.frv. með uglumynstri. Það nýjasta sem ég rakst á er sjúkt krúttleggur ömmustóll með uglum á.
Áfram Pinterest og sætar uglur:
Ef ég hefði pláss og pening þá fengi litla daman mín sko alvöru uglu-þema-barnaherbergi og yrði svo klædd í ugluföt alla daga, alltaf. Ég bara fæ ekki nóg af þeim, þær eru svo krúttlegar og sætar.
Er þetta ekki bara of krúttlegt allt saman? ég er ekki frá því að ég sé að "væmnast" upp við þessa meðgöngu. En það er bara ekki annað hægt þegar maður dettur í svona uglu-fjársjóð.
Amazon feilaði þó aðeins þegar kom að því að panta uglu-vegg-límmiða, þeir vildu hvorki senda þá til Íslands né Danmerkur, damn Amazon. En ég dó nú ekki ráðalaus og fann bara aðra sjúkt krúttlega límmiða, reyndar ekki með uglum, en hey, þá get ég bara haft fleira annað með uglumynstri. Límmiðarnir eru á leiðinni til Klöru minnar í DK sem ætlar að vera svo góð og koma með þá til mín, guð hvað ég hlakka til að líma á upp. Stefnan er að það verði lokaskrefið í hreiðurgerðinni miklu.
Hér eru þeir, eru þeir ekki pínku kjút (verst að barnið fylgir ekki með ;))?
Uglusöfnunin mikla er reyndar hafin nú þegar, hófst strax í vor, þegar mamma gaf mér, já eða bumbubúanum sína fyrstu gjöf, krúttlegan uglubangsa frá Náttuglur.
Áfram uglur!
Ást Kristín








Engin ummæli:
Skrifa ummæli