Já, elskur, það er lítið um djamm og djús hjá okkur hjúum þessa dagana. Laugardagskvöld eins og þessi fara því oftast nær bara í kózýkvöld og afslöppun. Svona er allavega staðan í Traðarbúð þessa stundina:
Kertaljós, Mix, kruðerí og Maggi mörgæs er allt sem þarf fyrir kózýkvöld.
Og jú, svo þarf líka eins og eina bíómynd. Í þetta sinn varð þessi klassíker fyrir valinu, horfðum á þá fyrstu um daginn - slow motion maraþon í gangi :)
Njótið kvöldsins hvort sem það fer í stuð eða rólegheit :)
Ást Kristín

Engin ummæli:
Skrifa ummæli