miðvikudagur, 17. september 2014

Veskið tæmt í Hagkaup

Það er alveg ótrúlegt hvað maður á auðvelt með að réttlæta peningaeyðslu sína. 
Líkt og mörg ykkar vita þá var Tax Free helgi í Hagkaup um helgina og þar sem ég nota fremur dýran svitalyktareyði þá nýti ég alltaf tækifærið og gríp eitt stykki til að spara smá. En lét ég það duga? ooo nei... ég gekk út með fullan poka af snyrtivörum sem mig sko vantaði sjúkt mikið! En mér tókst að réttlæta kaupin með ýmsu, aðallega að vörurnar voru allar á 20% afslætti, en líka að mig langaði í þær, Erna Hrund á Reykjavík Fashion Journal sagði að þær væru góðar og að lokum að óléttu-appið í símanum sagði mér að "do something special for yourself".
Ef þetta eru ekki allt góð og gild rök þá veit ég ekki hvað er það ;)

Ég hef í gegnum tíðina ekki eytt miklu í snyrtivörur, bara látið það nauðsynlegasta duga og oftast nær valið ódýrasta kostinn. En undanfarið hef ég aðeins verið að pæla meira í þessu, sérstaklega andlitsvörum, svona til að húðin mín sé ekki öll í rugli. Viti menn, ég hef hægt og rólega fundið vörur sem ég fíla og ég sé mun á húðinni sem ég í raun hélt ekki að væri hægt. Stóð svolítið í þeirri trú að krem væri bara krem en það var víst smá rangt en það þýðir samt ekki að dýrt krem sé alltaf betra en ódýrt krem og guð hvað ég var fegin að uppgötva það. En þessi nýja hugsun mín hefur samt skilað sér í smá meiri eyðslu í snyrtivörur sem ég hef ákveðið að sætta mig við, í staðinn er ég ánægðari með húðina og lífið :) Ég skrifa kannski einn daginn færslu um uppáhalds kremin mín sem eru búin að breyta viðhorfi mínu :)

En svo við snúum okkur aftur að eyðsunni í Hagkaup þ.e. nýju fallegu snyrtivörunum mínum.
Allt góssið saman komið 
Ég keypti svona sitt lítið af hverju, flest allt sem ég var búin að kynna mér áður og láta mig dreyma um. Maður lætur svo auðvitað draumana bara rætast þegar 20% afsláttur mætir á svæðið  - haha... hversu íslensk er ég? Að tapa mér yfir 20% afslætti - fullkomlega eðlilegt!

Real Techniques - Miracle complexion sponge
Er búið að langa svolítið lengi í þennan krúttlega sponge. Eða í raun um leið og ég prófaði fyrsta Real Techniques burstann minn þá langaði mig í þá alla. En sponge-inn var einhverra hluta vegna ofar á listanum en hinir. Mig langaði í eitthvað gúrm til að bera foundation á mig, t.d. Miracle skin cream-ið mitt og CC-kremið mitt. Búin að prófa að nota hann tvisvar og enn sem komið er er hann æði!


Real Techniques - shading brush
Meira Real Techniques vúhú! Í þetta sinn er það bursti úr augnfarðalínunni. Ég keypti mér stærri týpuna í vor og hún er mesta snilldin, hef aldrei átt eins auðvelt með að skella á mig augnskugga og hann verður í þokkabót mega flottur. Ég ákvað samt að bæta þessum við, upp á svona meira details stöff. Treysti því að hann verði jafn mikið æði og hinn.

Maybelline - Baby Lips - Cherry Me & Peppermint
Eiga ekki næstum allir allavega einn Baby Lips? Mig langar í alla, í raun bara "aðþvíbara" en líka því minn fyrsti hefur reynst mér vel svo ég ákvað að bæta í safnið.

Neutrogena - Visibly 2-in-1
Veit nú sáralítið um þessa vöru - langaði aðallega í eitthvað krem sem ég gæti notað sem maska við og við í stað þess að þurfa alltaf að kaupa maska í bréfi - sko, aðeins að spara ;)

Bronzing Powder frá Gosh og Deodorant frá Biotherm
Ég keypti sólarpúður í Sephora í París í sumar sem er ekki alveg að skila því sem ég vonaðist eftir svo ég greip eitt hefðbundið frá Gosh með í Hagkaup og nota þau núna saman og það virkar bara vel :) 
Og að lokum er það svo ástæða Hagkaups-ferðarinnar, Biotherm deodorantinn. Ég dýrka hann! Var alltaf að prófa nýjan og nýjan, ódýra aðallega og þeir skiluðu bara verri lykt ef eitthvað var. Svo ég ákvað einn daginn á leið í gegnum fríhöfnina að splæsa í einn svona og síðan er ekki aftur snúið.

Áfram Tax Free! Áfram Hagkaup!

Ást Kristín 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli